Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 5

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 5
Fimm daga vinnuvika Fimm daga vinnuvika hefur lengi verið eitt af höfuðbaráttumálum bankamanna. Laugardagslokun yfir sumarmánuðina var í fyrstu talin hin mesta fjarstæða. Bankarnir töldu öll tormereki á slíkri lokun, þar eð bankarnir væru fyrst og fremst þjónustu- fyrirtæki og ættu að koma fram sem slíkir. Það kæmi ekki til mála að stytta afgreiðslu- tíma bankanna. Þrátt fyrir ábendingar for- ustumanna bankamanna um að mjög marg- ar starfsstéttir aðrar hefðu fengið þessa réttar- bót og í sumum tilfellum fjölmennir starfs- hópar hefðu þegar fengið viðurkenningu á fimm daga vinnuviku allt árið, þögðu bank- arnir þunnu hljóði. Létu sig engu skipta sann- gjarnar óskir bankamanna um laugardagslok- un. Þó var léð orð á því, ef bankarnir á Norð- urlöndunum lokuðu á laugardögum skyldi málið tekið upp hér á landi. Þróunin varð sú að bankarnir í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð tóku upp laugardagslokun og í sum- um tilfellum allt árið. Þar kom í ljós að þessi lokun hafði ekki í för með sér neina erfiðleika, skapaði engin vandkvæði hjá við- skiptamönnum bankanna, nema síður væri. Tvö Norðurlandanna voru ekki með, töldu þjóðfélaginu voða búinn með þessu hátta- lagi. Noregur og Island töldu sig standa fremri í bankaþjónustu, sátu sem fastast við hið gamla heygarðshorn. Þó var það svo að uppteknar voru umræður um skiptivinnu á laugardögum og var hún reynd eitt sumar hér á landi, þannig að bankarnir störfuðu með hálfan mannskap hvern laugardag, en þessi skiptivinna gaf ekki þá raun, að ráðlegt væri talið að halda áfram á þeirri braut. I fyrrasumar tókust samningar milli bank- anna og S.I.B., að loka bönkunum alla laug- ardaga í júlímánuði, án þess að afgreiðslu- tími bankanna styttist. Bankarnir skyldu opn- ir á föstudögum næst á undan ofangreind- um laugardögum til hvers konar viðskipta frá kl. 17—19. Þannig skyldi séð um að viðskiptamenn bankanna liðu ekki fyrir laug- ardagslokunina. Starfsmenn bankanna fögn- uðu laugardagslokuninni. Aldrei varð vart við neina óánægju hjá viðskiptamönnum bankanna, nema síður væri. Eftirmiðdagsaf- greiðslan var mjög lítið notuð, en starfs- menn bankanna voru mjög óánægðir með kvöldvinnuna, þar eð í fæstum tilfellum voru starfsmenn lausir fyrr en eftir klukkan sjö, og því óhægt um vik að hverfa úr bænum til helgarfría. Reynslan af laugardagslokunum þótti gefa vonir um að verstu torfærurnar væru að baki og líklegt mætti teljast að „björninn væri unninn" — skriður kæmist á málin og laugardagslokunin — fimm daga vinnuvika — væri ekki eins óralangt undan og ætla mætti. Forustumenn bankamanna voru á einu máli um að taka þessi mál upp tímanlega á ný, ef verða mætti til þess að fá enn lengri laugardagslokun, þá hliðstæða lokun og op- inberir starfsmenn. Samningaviðræður voru teknar upp við bankana um málið og kom fljótlega í Ijós, að áhugi var fyrir hendi að leysa þetta mál á þann veg að báðir aðilar mættu við una. Niðurstaða þessara viðræðna var sú, sem kunnugt er, að allir bankarnir og sparisjóðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði lokuðu á laugardögum frá 15. maí til 1. október. Til þess að ekki væri hægt að segja að um minni þjónustu væri að ræða af hálfu stofnananna, var afgreiðslutíminn færður fram á morgnana, þannig að starfsfólkið mætti hálftíma fyrr til vinnu og stofnanirnar voru opnaðar hálftíma fyrr til afgreiðslu en áður. Starfsmenn bankanna voru ekki alls- kostar ánægðir með þessa lausn málanna. Sér- BANKABLAÐIÐ 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.