Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 10

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 10
Helgarráðstefnan á Akureyri. metrum yfir sjávarmáli. Herbergi og svefn- pláss biðu okkar. Var fljótlegt að koma fyrir farangri. Síðan var sezt að kaffidrykkju og rabbi. Ahugi var svo mikill fyrir morgun- deginum að naumast gáfu menn sér tíma til að renna niður kaffinu. Allir voru komn- ir í háttinn fyrir miðnætti. Enginn gaf sér tíma til að skreppa í bæinn og líta á gleði- hús í höfuðstað Norðurlands. Annars er bezt að fjölyrða ekki meir um aðdraganda að ráðstefnunni, heldur ganga til dagskrár: Föstudaginn 15. sept.: Flogið frá Reykjavík kl. 20.45. Kl. 22.00 sameiginleg kaffidrykkja og kynning í Skíðahóteli Akureyrar. Laugardagur 16. sept.: Morgunkaffi kl. 8.30. Kl. 9.30 Ráðstefnan sett af Hannesi Páls- syni Erindi: Stofnun, skipulag og störf S.I.B., Bjarni G Magnússon. Erindi: Eftirlaunamál starfsmanna banka og sparisjóða, Guðjón Hansen trygginga- fræðingur. Kl. 12.00: Hádegisverður. Kl. 13.00: Erindi: Skipulag ogstörf norska bankamannasambandsins, Gunnar Casper- sen, aðstoðarframkvæmdastjóri NBF. Kl. 14.30: Þátttakendum skipt í þrjá um- ræðuhópa. Kl. 16.00: Kaffihlé. 16.30: Framhaldið umræðum. Kl. 20.00: Kvöldverður í boði bankanna á Akureyri. Sunnudagur: Kl. 9.00 Morgunkaffi. KI. 10.30 Niðurstöður umræðuhópanna ræddar sameiginlega. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.30 Akureyri og nágrenni skoðað. Kl. 22.15 Flogið til Reykjavíkur. Eins og sjá má á dagskrá ráðstefnunnar er mikið verk framundan og hver mínúta setin. Kom það og á daginn að ekki mátti tíminn vera naumari til að gera verkefnunum full skil. Dagskrá var að mestu fylgt, nema hvað nokkuð dróst að setja ráðstefnuna um morg- uninn. Það var þó ekki af því að menn væru ekki snemma uppi. Hver einasti maður var mættur fyrir auglýst morgunkaffi. Voru 8 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.