Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 13

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 13
JÓN G. MARÍASSON - Við tímamót - Jón G. Maríasson, seðlabankastjóri, hætti störfum 1. ágúst sl. Fer vel á því, að þessara tímamóta í lífi Jóns sé minnzt í Bankablað- inu. Jón G. Maríasson er fæddur á Isafirði 1898. Að loknu námi hérlendis og í Dan- mörku og eftir starf við Asgeirsverzlun á Isafirði, gerðist hann starfsmaður við Lands- bankann á Isafirði í ársbyrjun 1919. Hann var orðinn bókari útibúsins árið 1930, er hann var kallaður suður til starfa við aðal- bankann í Reykjavík. Aðeins fjórum árum síðar tók hann við aðalbókarastarfi og tveim- ur árum seinna varð hann varabankastjóri. Segja má, að Jón hafi hafið aðalbókarastarfið upp í æðra veldi, því að dagleg innri stjórn bankans mun einkum hafa hvílt á Jóni frá árinu 1934. Arið 1945 varð hann bankastjóri. Þessi skjóti og öruggi frami Jóns í einni af stærstu stofnunum landsins ber vitni um ein- stakan dugnað, samvizkusemi og hæfileika. Árið 1957, er aðskilnaður Seðlabanka og Landsbanka hófst, varð Jón bankastjóri við Seðlabankann. Starfsaldur Jóns við þjóð- bankann var því orðinn rúmlega 48j/2 ár, er hann hætti störfum, þar af við bankastjórn í meira en 22 ár. Hefur Jón átt glæsilegan embættisferil, sem á sér fáa líka, og hefur hann skilað landi sínu afburða starfi. Jón hefur komið víðar við en í banka- störfum. Hann var í bæjarstjórn Isafjarðar um tíma og hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa á vegum hins opinbera og ut- an þess, sem ekki verður rakið hér. Mörgum mönnum hefur Jón verið stoð og stytta í einkafjármálum og á öðrum sviðum. Verð- ur hér þó getið eins dæmis, sem ber ljósan vott um trygglyndi Jóns. Hann var skipta- forstjóri í dánarbúi vinar síns, Finns Olafs- sonar frá Fellsenda. Finnur lét eftir sig nokkrar eignir og í erfðaskrá var áskilið, að þeim skyldi varið til þess að koma upp elli- heimili á föðurleifð Finns, að Fellsenda í Dölum. Á eftir hefur fylgt geysistarf, sem einkum hefur hvílt á Jóni, og hefur hann nú séð ávöxt erfiðisins, því að elliheimilið hefur nýlega tekið til starfa. I starfi sínu sem bankastjóri hefur Jón ávallt verið ákveðinn húsbóndi og staðið vel á hagsmunum og rétti þeirra stofnana, sem hann hefur stýrt, en óhikað má segja, að hann hafi verið bankastjóra réttlátastur út á við gagnvart viðskiptamönnum og inn á við meðal samstarfsmanna og undirmanna hefur hann verið yfirmanna vinsælastur. Ná vin- BANKABLAÐIÐ 11

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.