Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 19
Stokkhólm, okkur sýnt bankasafnið, og skoð- uðum við svo aðalstöðvar Svenska Bank- mannaförbundet við Kungsgatan nr. 2. Hafa þeir tvær heilar hæðir til umráða og allt hið glæsilegasta, enda starfsemi um- fangsmikil, því SBfm, telur tæplega nítján þúsund meðlimi. Um kvöldið var svo leik- húskvöld, Káta ekkjan með Jarl Kulle á fjöl- unum hjá Oscarsteater, en áður vorum við sex gestirnir boðnir heim til forsvarsmanns- ins Hilding Sjöberg og konu hans, en hann er flestum að góðu kunnur, sem um banka- mál fjalla hérlendis. Daginn eftir var svo enn farið með okkur gestina sex í sýningar- ferð um Stokkhólm, skoðað hið fræga ráð- hús og farið uppí sjónvarpsturninn nýja, sem var opnaður á síðastliðnu sumri. Var og snæddur hádegisverður í skóla þeim er Svenska Handelsbanken á og rekur fyrir starfsfólk sitt og stendur á Lidingö. Er þetta menningarmiðstöð hin mesta og starfræktur skóli á vetrum en leigður út starfsfólkinu til sumardvalar fyrir það og gesti þess. Standa byggingar ákaflega fallega, enda náttúrufeg- urð með eindæmum á eynni, en aðbúnaður allur mjög nýtízkulegur. Svo leið vikan, föstudagurinn mest í fyrir- lestra um vinnutíma, sumarfrí og auðvitað launakerfi. Um kvöldið var svo haldið kveðjuhóf; var það fagnaður mikill með góð- um mat og miklu gríni og lögðum við marg- nefndir gestir fram okkar skerf til skemmti- haldsins. Hálf var dapurt þegar komið var að kveðjustund um hádegi laugardagsins. Við höfðum kynnzt og að góðu einu. Margt hafði skemmtilegt skeð og að mörgu hlegið og kannske sjáumst við ekki aftur, en við bít- um á jaxlinn. Talað var um að skrifa, og svo verður mót aftur í Finnlandi já og Reykjavík; kannske hittumst við þá. Bergendal, þar sem mótið fór fram, er í eigu T.C.O. (Tjánstemánnens Centralorgan- isation), en það er samsteypa ýmissa félaga- sambanda sem telur yfir hálfa milljón með- lima og SBfm. er aðili að. Sjálfur skólinn er gamall herragarður ,en byggðir hafa verið þar nemendabústaðir, sem rúma um 60 manns, og í smíðum er önnur slík álma og öllu afar vel fyrir komið með samkomu- og tómstundastofum, böðum og gufu. Stendur skólinn við Edsviken í Sollentuna, hverfi í geysilega fallegu umhverfi norður af Stokk- hólmi, svo sem fyrr er sagt. Er mikill fengur að slíkum námskeiðum og verður maður margs vísari. Sjálf hefi ég um árabil unnið við bankastörf í Stokkhólmi, svo ýmislegt kom mér kunnuglega fyrir sjón- ir, en engu að síður er öllum hollt að kynnast nýju fólki og læra meira. Skipulag og undirbúningur mótsins var til sóma fyrir þá, er að stóðu, en forsvarsmaður mótsins var, eins og fyrr segir Hilding Sjö- berg, og naut hann mikilla vinsælda, enda ætíð reiðubúinn til leiðbeininga og aðstoðar og mun lengi í heiðri hafður. Vil ég því færa mínar beztu þakkir til hans og Svenska Bank- mannaförbundet í heild fyrir þetta tækifæri, sem mér gafst. BANKABLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.