Bankablaðið - 01.12.1967, Page 32

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 32
Gestir á þingi S.Í.B. laugur Björnson, Útvegsbankanum, sem mælti með breytingunni. Tillagan var síðan samþykkt með 31 atkvæði gegn 7. N efndarkosningar: Allsherjarnefnd: Jóhann Ingjaldsson, Seðlabankanum, Stefán Pálsson, Búnaðar- bankanum, Sveinbjörn Egilsson, Landsbank- anum, Olafur Ottósson, Samvinnubankanum og Guðjón Halldórsson, Útvegsbankanum. Uppstillingarnefnd: Garðar Þórhallsson, Búnaðarbankanum, Sigurjón Sigurðsson, Iðn- aðarbankanum, Stefán Gunnarsson, Seðla- bankanum, Ólafur Helgason, Útvegsbank- anum og Jón Júlíus Sigurðsson, Landsbank- anum. Þegar hér var komið sögu var fundi frest- að til laugardags, 8. apríl kl. 13-30. Laugardagsfundurinn hófst á erindi um efnahagsmálin og bankana, sem dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, flutti og er birt hér í blaðinu. Þá var erindi um Norræna bankamanna- sambandið, sem Gunnar Swedborg, formaður Sænska bankamannasambandsins, flutti. Fé- lögum sambandsins hefir fjölgað verulega á síðusm árum og eru í dag um 52.100. Þá hefir sambandinu tekizt að safna nokkrum sjóðum, sem eru í dag rúmlega 23 milljónir. Síðar minntist ræðumaður á ýmis verkefni NBU, þar á meðal kjaramál, menningarmál og aðstoð við lönd, sem eiga í kjaradeilum. Ræðumaður lauk erindi sínu með hvatningu til allra bankamanna að standa vel á verðin- um og hika ekki við að setja fram ítarlegar kröfur til hagsbóta fyrir norræna banka- menn. Næst kom erindi um fræðslumál banka- manna á Norðurlöndum, sem varaformaður Norska bankamannasambandsins, C. A. Weisser-Svendsen flutti. Ræðan var flutt af mikilli mælsku og lifandi máli. Benti hann á nauðsyn þess að til bankastarfa veld- ust dugandi og áreiðanlegir starfsmenn. Að fræðsla og menntun bankafólks skipaði önd- vegi í starfi bankanna, til félagslegs öryggis og bættrar þjónustu fyrir viðskiptamenn bankanna, ef svo væri gert þyrftu banka- menn ekki að kvíða framtíðinni. Að lokum flutti Gunnar Kjær, varafor- 30 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.