Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 34

Bankablaðið - 01.12.1967, Síða 34
anum, sem hvatti mjög eindregið til að þingið sameinaðist um tillögu allsherjar- nefndar. Þorsteinn Egilsson, formaður FSLI, tók þá til máls og kvaðst draga til baka til- lögur fulltrúa Landsbankamanna, en í stað hennar lagði hann fram svohljóðandi til- lögu: „Þing SIB samþykkir framkomnar til- lögur samvinnunefndar bankanna frá 4. 4. 1967 um laugardagslokun og að teknar verði upp viðræður um samræmingu á afgreiðslu- tíma og vinnustundum í þessum stofnunum og þeim viðræðum verði lokið 30. sept. 1967. I sambandi við þá samræmingu verði tek- ið fullt tillit til þeirrar auknu vinnu banka- manna, sem skapast af því að opnunartími bankanna er færður fram um 30 mínútur. Náist ekki samkomulag fyrir 30. sept. hefjist vinna og vinnu ljúki í þessum stofn- unum á sama tíma og var fyrir 15. maí." Þá var þeim tilmælum beint til fundar- stjóra að gefa fundarhlé svo hægt væri að ræða tillöguna í hópi fulltrúa hvers starfs- mannafélags fyrir sig. Að loknu fundarhléi hófust umræður um tillöguna og kom í 1 jós, að engin samstaða var um þessa tillögu frekar en álit allsherjarnefndar. Margar ræð- ur voru fluttar og sitt sýndist hverjum, en þó mun sanni nær að skoðanaágreiningur var ekki mikill. Osk hafði komið um, að leyni- leg atkvæðagreiðsla færi fram um tillöguna og samþykkti þingið tillöguna með 29 atkv. gegn 7. Fundarstjóri úrskurðaði að tillaga Þorsteins Egilssonar væri breytingartillaga við álit Allsherjarnefndar og afgreidd sam- kvæmt því. Atkvæði um tillöguna féllu þannig, að hún var samþykkt með 34 at- kvæðum gegn 23. Stjúrnarkjör. Uppstillinganefnd hafði setið á rökstólum og lagði fram þessar uppástungur: Formaður: Hannes Pálsson, og var hann kjörinn með lófataki. Meðstjórnendur: Sigurður Orn Einarsson, Bjarni G. Magnússon, Adolf Björnsson og Ólafur S Ottósson og voru þeir einnig kjörn- ir með lófataki. Vara/itjórn: Þorsteinn Egilsson, Jóhahn Ingjaldsson, Jón Bergmann og Þorsteinn Friðriksson. Endurskoðendur: Ólafur Gunnlaugsson og Halldór Jónsson voru kjörnir einróma. Hinn nýkjörni formaður, Hannes Pálsson, ávarpaði þingið, þakkaði það traust er sér væri sýnt með kjöri þessu og kvaðst vona að stjórnin yrði samtaka í því að vinna að bætt- um kjörum bankamanna. Þakkaði fundar- stjóra og riturum ágæt störf. Fundarstjóri þakkaði þingfulltrúum góða fundarsetu og störf og sagði þinginu slitið. Á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar undir forsæti formanns, Hannesar Pálssonar, skipti stjórnin með sér verkum: Varaformaður: Sigurður Örn Einarsson Ritari: Adolf Björnsson. Gjaldkeri: Ólafur Ottósson. Meðstjórnandi: Bjarni G. Magnússon. GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! SVEINN HELGASON H.F. GLEÐILEG JÓL! Farsæli nýtt ai' j. þorlÁksson & nOkðmann h.f. 32 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.