Bankablaðið - 01.12.1967, Side 35

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 35
SigurSur Maríasson húsvörður Sigurður Jón Maríasson var fæddur á ísa- firði hinn 4. júní 1893. Foreldrar hans voru Marías Guðmundsson kaupmaður og kona hans Hólmfríður Sigurðardóttir fangavarðar í Reykjavík. Hann andaðist á sjómannaheim- ilinu Hrafnistu hinn 1. ágúst 1967 og varð því réttra 74 ára gamall. Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristjana Jónsdóttir, dó ung. Seinni konan var Margrét Jakobsdóttir frá Isa- firði. Með henni átti hann tvo syni, Ríkarð Jón, sem dó fyrir nokkrum árum, og Geir, sjómaður hér í Reykjavík. Fyrst þegar ég kynntist Sigurði var hann aðstoðarmaður við byggingu Búnaðarbanka- hússins við Austurstræti 5 og Hafnarstræti 6. Hinn 1. júlí 1948 var hann svo ráðinn hús- vörður hins nýja húss. Hann fékk íbúð á efstu hæð hússins og fór tæpast úr húsinu allan þann tíma, sem hann gegndi húsvarð- arstarfinu, en hann hætti störfum um haustið 1960. Sigurður stundaði sjómennsku frá unga aldri, allt til þess er hann gerðist húsvörður. Mestan hlutann var hann farmaður á skip- um Eimskipafélags Islands. Hann fór því víða og kynntist fljótt lífinu í öðrum löndum og þeim ævintýrum, sem heillað hafa marg- an sjómanninn fyrr og síðar. Eg sagði áðan, að Sigurður hefði tæpast farið úr húsinu allan sinn starfstíma í bank- anum, enda var hann traustur í starfi, hús- bóndahollur, árrisull og sífellt á verði um hreinlæti og þokkalega umgengni um húsa- kynnin. Sigurður var vinnusamur og æðrulaus starfsmaður, alltaf reiðubúinn að kippa í lag öllu, sem úrskeiðis kunni að fara, án tillits til vinnustundafjölda. Vel rækt húsvarðar- starf er meira virði en margur hyggur, þótt það sé í kyrrþey unnið og án þess að almennt sé eftir því tekið. Sigurður var þægilegur að kynnast, léttur í lund. Hann var hin mesta hermikráka, átti til léttan húmor og gat sagt ýmsar skemmti- legar sögur úr farmannslífi sínu. Mörgum þótti því gaman að sitja með Sigurði við létt hjal, og eru starfsmenn enn að skemmta sér við að rifja upp gamanmál hans. Ovini hygg ég hann hafi enga átt meðal starfs- manna, og þeir sem kynntust honum að ráði munu bera til hans hlýjan hug. Þegar Sigurður hætti störfum í bankanum fór hann til dvalar á sjómannaheimilið Hrafnism og var þar til æviloka. Eg heim- sótti hann þangað nokkrum sinnum og leit svo til, að hann hefði þar þegar orðið au- fúsugestur, glaðlegur og skemmtandi. Og þannig minnumst við hans líka frá veru hans í bankanum sem hins dagfarsprúða og sögufróða ferðalangs. H. Þ. BANKABLAÐIÐ 33

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.