Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 36

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 36
GUNNAR MÁR HAUKSSON: ÆskulýSsstarí bankamanna á NorSurlöndum í byrjun fundarins gerði hvert land fyrir sig grein fyrir því starfi, sem nú er unnið til að kynna ungu fólki félagslífið í bönkunum. Oll samböndin, að Islandi undanteknu, senda nýbyrjuðu fólki bækling um félagsstarfsem- ina og á hvern hátt félögin geti komið starfs- mönnunum að liði. Annað verkefni bækling- anna er, að láta nýliðana finna, að þeir eru velkomnir og gjaldgengir í hóp hinna eldri. Forráðamenn sambandanna hafa lengi haft af því áhyggjur, að ungt fólk taki ekki nógu mikinn þátt í félagsstarfinu. Þetta vanda- mál verður æ erfiðara viðfangs vegna þess, að starfsemin dreifist meira og meira í fleiri og fleiri útibú, þar sem hætta er á, að starfs- fólkið einangrist. Og svo einkennilega sem það hljómar, þá skapast sama ástandið í hin- um yfirþyrmandi stóru aðalbönkum, þar sem fólksmergðin er svo mikil, að hver starfs- maður einangrast í sinni deild og þekkir fáa utan hennar. 011 hin samböndin hafa nám- skeið fyrir trúnaðarmenn sína á vinnustöð- um, en Svíar og Norðmenn hafa einnig gert tilraunir með sérstök ungdómsnámskeið, sem þeir telja að hafi tekizt mjög vel. Sem dæmi um það nefna Svíar, að á fyrsta námskeiðinu hjá þeim, sem haldið var 1963, voru 27 þátttakendur og þeir eru í dag allir starf- andi í stjórnum starfsmannafélaga bankanna. Nú hafa um 300 manns tekið þátt í þessum námskeiðum í Stokkhólmi. Norðmenn hafa haft ungdómsnámskeið frá 1965 og hefur þátttakan verið mjög góð og töldu Norð- mennirnir þetta starf ómissandi þátt í starf- semi N.B.U. Danir hafa engin sérstök nám- skeið fyrir ungt fólk, en trúnaðarmannanám- skeiðin eru opin öllum aldursflokkum (það eru þau að sjálfsögðu hjá hinum sambönd- unum líka). Einn Dananna áleit, að óþarfi væri að eltast við sérnámskeið fyrir ungt fólk, heldur ætti að hvetja það til að sækja námskeiðin fyrir trúnaðarmennina. Þessu var mótmælt af öðrum þátttakendum ráðstefn- unnar, sem sögðu, að hlutverk þessara nám- skeiða væru mjög ólík og auk þess væri unga fólkið feimið innan um eldri og reynd- ari starfsbræður og léti því ekki að sér kveða. Efni námskeiðanna. Námskeið þau, sem Svíar og Norðmenn hafa haldið, eru yfirleitt skipulögð þannig, að þátttakendurnir taki sem virkastan þátt í starfinu. Fyrst eru haldnir fyrirlestrar um bankamannasamböndin, starfsemi þeirra og lög, um launareglugerðir og réttindi starfs- manna gagnvart bönkunum. Einnig er veitt fræðsla um fundarstjórn og ræðumennsku. Eftir þessi erindi er hópnum skipt í grúppur eða nefndir, sem fá ákveðin verkefni til að glíma við, t. d. að semja nýja launareglu- gerð og jafnvel semja við aðra grúppu, sem kemur þá fram sem fulltrúi atvinnurekenda. Einnig er stundum kosin skuggastjórn, þ. e. a. s. ein grúppan er látin vinna eins og hún sé stjórn bankamannasambandsins og er lát- in gera tillögur um framtíðarstarf sambands- ins o. s. frv. Tilbögun námskeiðanna. Þessi námskeið hafa ýmist verið haldin sem helgarnámskeið eða kvöldnámskeið. 34 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.