Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 38

Bankablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 38
Vísna- og kvæðaþáttur Bankablaðið hvetur alla sem hafa undir höndum kveðskap, sem kastað er fram í bönkunum við ýmis tækifæri, að senda hann til birtingar í blaðinu. Vísur þær, sem hér eru birtar og orktar í nafni númera, eru starfsmenn í Landsbank- anum. Númer þau sem um ræðir eru stimpil- klukkunúmer viðkomanda. Næsta fróðlegt væri að vita nöfn þeirra, en raunar skipta þau ekki höfuðmáli. í orðastað Frá nr. 7. Mikið langar mig í vísu Magnús Konráðsson. Blíð þá verður brá á skvísu, ef bragar á hún von. Til nr. 7. Blíðka vil ég brá á skvísu beggja svo að verði hags. Meðhöndlun á mína vísu mundi hana lækna strax. Til nr. 7, 49, 176. Ein er sein og önnur verri og sú þriðja lítil bót. Arna þótt sig aðeins derri ekki batna hætis hót. Ort í Bakkaseli í sumardvöl 1967 Landsbankinn þau lét í té, lista góðu sumar skýlin. Starfsmannanna eign það sé. Við Alftavatnið standa býlin. Bjó ég þar i birtu og yl, bjarka ilm og fugla kvaki. Þakkir flytja þeim ég vil, þessu er lyftu Grettis-taki. Magnús Pálmason. FELUR MJÖLL Fellur mjöll á freðna jörð, fyllast öll af klaka skörð, skriðuföll úr fjöllum hörð, falla um völl og móabörð. M. P. Árstíðavísur Þegar blómin fögru falla, og fellir laufið eikin traust, snjóa tekur, fram til fjalla fölnar gróður, þá er haust. Þegar stormar sterkir nceða, stirðnar allt er frosið getur, hríðarbyljir ólmir ceða yfir landið, þá er vetur. Þegar lækir fagrir falla, og fennir sjaldnar í vor spor, blómum skrýðast brekkur fjalla, björkin laufgast, þá er vor. Blessun fylgi Bakkaseli og bústöðunum sels í vík. Naumast finnst á norðurhveli nokkur inni þessum lík. Þegar birtu um nœtur nýtur, niðar lækur, fossinn þrumar, angan blóma aldrei þrýtur, ilmar grasið, þá er sumar. 36 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.