Bankablaðið - 01.12.1967, Page 39

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 39
Á KJALVEGI (sléttubönd) Bjóða lýði fjöllin fríð, faðminn víða kanna. Góða tíðin blessuð blíð, bcetir líðan manna. Magnús Pálmason. Að lokinni fyrstu helgarráðstefnu S.I.B. 16. og 17. sept. 1967 áttu nokkrir bankamenn stutta dvöl á barnum á Hótel KEA. Þar var þá meðal annarra staddur Baldur Eiríksson, sem mælti af munni fram eftirfarandi vísu: / fjárhagskröggum er ég enn, þótt ekki tim sinn ég fjasi. En þessir blessaðir bankamenn, þeir bera þó vör að glasi. GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! VERZLUNIN GIMLI GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! HRESSINGARSKÁLINN GLEÐILEG JÓL! Farsœlt nýtt ár! RAFTÆKJAVERZLUN JÚLÍUSAR BJÖRNSSONAR S JÖTUGUR: MAGNÚS PÁLMASON Magnús Pálmason, starfsmaður við Aust- urbæjarútibú Landsbanka íslands, varð sjö- tugur 15. júní s.l. Hann hefir starfað í Landsbankanum lið- lega 33 ár. Réðist í þjónustu bankans 14. apríl 1934 og starfaði lengst af í aðalbank- anum. Magnúsi er margt til lista lagt. Söngmaður mikill og góður. Geta þeir bezt borið um það, sem starfað hafa með afmælisbarninu í Karlakórnum Fóstbræður. Hann er glaður á gleðistundum og hrókur alls fagnaðar. Þá er hann hagyrðingur ágætur. Vinir Magnúsar og samstarfsmenn þakka afmælisbarninu góð kynni og ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Árna afmælisbarn- inu og fjölskyldu hans heilla á þessum merku tímamótum. BANKABLAÐIÐ 37

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.