Bankablaðið - 01.12.1967, Side 41

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 41
Hvers á Bankablaðið að gjalda? í nóvembermánuði s.l. opnaði Landsbanki Islands nýtt útibú í Lágmúlahverfi. Það hlaut nafnið Múlaútibú og er til húsa í hluta fyrstu hæðar í stórhýsi því er Bræðurnir Ormsson hf byggðu og Landsbanki Islands keypti undir starfrækslu útibús. Nokkur seinagangur og drátmr hefir valdið því að útibúið hefir ekki hafið starfrækslu fyrr en nú. Forstöðumaður hins nýja útibús er Jón Júlíus Sigurðsson, sem veitt hefur Langholts- útibúi Landsbankans forstöðu, en bókari er Aðal höfuðverkurinn var að fá banka- fólkið til að taka þátt í þessari keppni. Það er vitað mál að félagslíf bankamanna er mjög takmarkað og hafa margir kvartað yfir því. Þessi bridgekeppni var liður til að ráða bót á þessu. En höfuðskilyrðið er að banka- menn láti ekki sitja við orðin tóm, heldur veiti hvers konar félagsstarfsemi lið. Þátttaka frá Búnaðarbankanum var mjög góð og sæmileg frá Seðlabankanum en bæði Landsbankinn og Utvegsbankinn stóðu sig illa hvað þátttöku snertir. Það er vitað mál, að það eru margir bridgemenn í hópi bankamanna, og það er næstum furðulegt hvað það hefur þurft að dextra og ganga á eftir og suða í fólki til að fá það til að taka þátt í og styrkja félags- starfsemi Sambands ísl. bankamanna. Eg bara vona af heilum hug að í framtíð- inni verði þátttaka mun betri, annars má reikna með því að þessi litli votmr af félags- lífi bankamanna lognist út af og deyi. Og þá geta bankamenn einungis sjálfum sér um kennt. Runólfur Sigurðsson. Bjarni Magnússon, áður deildarstjóri í ávís- anadeild aðalbankans. Auk þeirra starfar gjaldkeri og tvær stúlkur í útibúinu. Nokkrum mánuðum áður hafði verið tek- in í notkun viðbygging Austurbæjarútibús Landsbankans að Laugavegi 77. Hér er um mikla og glæsilega viðbyggingu að ræða, sem er að mestu setin undir bankastarfsemi. Ekki þótti ástæða til að fulltrúi Banka- blaðsins væri viðstaddur við þessi tímamót. Fréttamenn dagblaðanna voru hinsvegar kallaðir á vettvang og þeim sýnd húsakynn- in og kynnt starfsemin. Virðist svo sem það sé skoðun þeirra, sem nú ráða þessum málum í bankanum, að fréttum sem varða bankann sé bezt borgið í dálkum dagblaðanna, en eigi lítið að gera í blað bankamanna. Má segja að hér sé verið að fara „hina leiðina" marg um ræddu. Því áður þótti það sjálfsagt að Bankablaðið skrifaði rækilega um merkisat- burði hjá bönkunum. Yfirleitt mun frétta- manni frá blaðinu hafa verið gefinn kostur á að vera í hópi blaðamanna við slík tæki- færi. Vitað er að forráðamenn bankans hafa og margsinnis leitað upplýsinga hjá blaðinu um merkisár og atburði í sögu bankans og bankanna, þar sem þau hafa ekki verið ann- arsstaðar að finna. Nýir siðir fylgja nýjum herrum. Þeir sem nú ráða ríkjum virðast ekk- ert vera upp á það komnir. Telja að hægara sé að leita heimilda í dálkum dagblaðanna. Við því er að sjálfsögðu ekkert að segja. Það ættu þó að vera handhæg heimatökin að ná til núverandi ritstjóra Bankablaðsins, þar eð hann hefir dútlað við ritstjórn blaðsins í lið- lega tuttugu ár. Verið starfsmaður Lands- bankans í nær tuttugu og fimm ár. Alvarlegt er það að Landsbankinn er ekki eini bank- inn, sem hefir upp á síðkastið haft tilhneig- ingu til að sniðganga Bankablaðið með frétt- ir. Mætti þessi greinarstúfur verða til við- vörunar og er þá tilganginum náð. BANKABLAÐIÐ 39

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.