Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 42

Bankablaðið - 01.12.1967, Qupperneq 42
HARALDUR JOHANNESSEN aðalféhirðir Haraldur Johannessen, aðalféhirðir Lands- banka Islands, hefir látið af embætti eftir 42 ára starf hjá bankanum. Hann varð sjö- tugur að aldri 5. apríl síðastliðinn, en mundi þó hafa starfað áfram til næstu ára- móta, ef ekki hefði komið til heilsubilun. Haraldur Johannessen er fæddur 5. apríl 1897 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan prófi. Eftir það stundaði hann verzlunar- og skrifstofustörf og rak eigin verzlun um nokkurt tímabil. Hann starfaði meðal annars í skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík og hjá Islandsbanka. En hinn 4. desember 1925 gerðist Har- aldur Johannessen starfsmaður Landsbanka Islands og hefir starfað þar síðan. Hann starfaði í ýmsum deildum bankans, spari- sjóðsdeild, við gjaldkerastörf, dagbókarastörf og í víxladeild og var lengi deildarstjóri þeirr- ar deildar, eða þar til Seðlabankinn var skil- inn frá Landsbankanum árið 1957, en þá varð hann aðalféhirðir bankans og hefir gegnt því embætti síðan. Haraldur Johannessen er mjög áhugasam- ur og starfsamur á sviði félagsmála. A yngri árum var hann einn af helztu forystumönn- um íþróttahreyfingarinnar hér í borginni og lengi formaður Iþróttafélags Reykjavíkur. Meðal samstarfsmanna sinna í bankanum sýndi hann sama áhuga og dugnað á félags- málasviðinu. Til marks um það skal þess að- eins getið, að hann var einn af aðalhvata- mönnum að stofnun Félags starfsmanna Landsbanka Islands, hinn 7. marz 1928 og var kjörinn í fyrstu stjórn þess. Hann var einnig fyrsti forseti Sambands íslenzkra bankamanna, sem var stofnað 30. janúar 1935. Hann tók alltaf síðan meiri og minni þátt í félagsstarfinu og fylgdist af áhuga með öllu og hann naut þeirrar ánægju að sjá sam- tök bankamanna eflast og þroskast. Haraldur Johannessen var einn þeirra, sem setti svip á bæinn og bankann. Það er sjónar- sviptir að honum úr bankanum. Við söknum góðs félaga, brautryðjanda og forystumanns í samtökum okkar banka- manna. En bankinn og við öll sameigin- lega söknum úr hópi okkar öruggs og trausts embættismanns, sem allir treystu og allir vissu að var óhvikull í hollustu sinni við bankann og samfélag okkar allra. Þess vegna kveðjum við hann með þakk- læti fyrir samstarfið og störf hans fyrir bank- ann og fyrir okkur og óskum honum heilla og langlífis. E. H. 40 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.