Bankablaðið - 01.12.1967, Page 44

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 44
KVOLDVAKA S.I.B. Geir Frímann Sigurðsson vaktmaður Geir Finnur Sigurðsson vaktmaður í Bún- aðarbankanum andaðist í septembermánuði síðastliðnum á sextugasta og níunda aldurs- ári. Með Geir heitnum er genginn traustur maður og svipmikill persónuleiki. Kynni mín af Geir hófust fyrir um átta árum, er ég byrjaði í bankanum, og komst ég fljótlega að raun um einstaka samvizkusemi hans við störf sín, sem lýsti sér í smáu sem stóru. Geir hafði er hann lézt verið starfsmaður Búnaðarbankans allt frá árinu 1949, en var áður starfandi lögregluþjónn í Reykjavík, eða meðan heilsan leyfði. Avallt var ánægjulegt að eiga viðræður við Geir, enda hafði hann ákveðnar skoðanir á því, sem um var rætt hverju sinni, var fasmr fyrir, ef því var að skipta, en alltaf sanngjarn. Geir heitinn átti um langt árabil við mikla Kvöldvaka Sambands íslenzkra banka- manna, hin fyrsta á vetrinum, var haldin í húsakynnum Utvegsbanka Islands, laugar- daginn 25. nóv. s.l. Vakan hófst með því að spilað var bingó. Margir góðir munir voru í boði frá Húsgagnaverksmiðjunni Dúna, Gefjun-Iðunn, Prentsmiðjunni Odda hf. Þá var stiginn dans fram eftir nótm. Lið- lega hundrað manns sótm kvöldvökuna og fór hún hið bezta fram. I kvöldvökunefnd voru: Adolf Björnsson, formaður Starfsmannafélags Utvegsbankans, Jón Bergmann, Iðnaðarbankanum, og Olaf- ur Ottósson, Samvinnubankanum. Bankamenn gera lítið af því að halda sam- eiginlegar skemmtanir. Astæða er til að efla samstarf og kynningu starfsmanna bank- anna. Kvöldvakan var liður í þeirri kynn- ingu og er æskilegt að fleiri kvöldvökur verði haldnar á vegum S.I.B. Hvetjum við til að framhald verði á skemmtistarfseminni síðar í vetur. Jafnframt skulu framfærðar þakkir til Utvegsbankans fyrir afnotarétt af hinum glæsilegu salarkynnum á efstu hæð banka- hússins. vanheilsu að stríða, sem hann bar með af- brigðum vel, og hefur þar komið til mikill sálarstyrkur. Geir átti því láni að fagna að vera kvæntur góðri konu, frú Kristjönu Ein- arsdótmr, og eignuðust þau þrjá sonu, en af þcim komust tveir til fullorðinsára. Starfsfólk Búnaðarbankans saknar þessa mæta manns og biður honum guðsblessunar í öðrum og betri heimi. M. W. Sigurðsson 42 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.