Bankablaðið - 01.12.1967, Page 46

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 46
Kveðjuorð frá starfsfélögum BALDUR SVEINSSON Baldur Sveinsson bankafulltrúi andaðist 2. nóvember s.l. eftir langvarandi sjúkdóm. Baldur fæddist í Stykkishólmi 18. október 1902. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson trésmiður þar og kona hans Guðrún Björns- dóttir. I ættir fram var Baldur kominn af gagn- merku dugnaðarfólki og átti til þjóðþekktra athafnamanna frændsemi að sækja. Olst hann upp í foreldrahúsum. Stundaði síðan nám í Verzlunarskóla Islands og brautskráðist það- an 1920. Hóf hann þá skrifstofustörf hjá Hinu ís- lenzka nýlenduvörufélagi í Reykjavík. I þjón- ustu Islandsbanka réðist hann 1921 og starf- aði síðan í Útvegsbanka íslands meðan heilsa og kraftar leyfðu. Starfsmaður var Baldur Sveinsson alla tíð einn ágætastur í bankanum, öruggur og fljót- ur að leysa hvert verkefni af höndum með snilldarbragði og snyrtilegum frágangi. Við- skiptamönnum bankans þjónaði hann af stakri ljúfmennsku og lipurð en þær eigind- ir voru honum meðfæddar. Baldur starfaði mikið að félajgsmálum bankamanna, bæði formaður Starfsmannafé- lags Útvegsbankans og einnig í fyrstu stjórn Sambands íslenzkra bankamanna. Var mik- ill fengur að félagsmálastörfum Baldurs Sveinssonar í þágu okkar bankamanna og fyrir það verður honum ævinlega þakkað af heilum hug þeirra sem nutu að starfa með honum og einnig þeirra, sem síðar hafa notið forystustarfa hans í félagsmálum. Baldur var einn af stofnendum fyrsta kvartetts Starfs- mannafélags Útvegsbankans og jafnan líf og sál í hópi þeirra fjórmenninga, er veittu okk- ur á hátíðarsamkomum ógleymanlegar ánægjustundir. Hann var heiðursfélagi Starfs- mannafélags Útvegsbankans. Baldur Sveinsson vann að fleiri félagsstörf- um, m. a. í Leikfélagi Reykjavíkur og Fóst- bræðrum en í þeim félögum var hann lengi virkur félagi og afkastamikill. Hann var og mikilsmetinn í Oddfellowreglunni og hefi ég fyrir satt að þar hafi hann lagt mörgum líkn- armálum mikilsvert lið og ótal starfsstundir. Baldur var kvæntur Fríðu Guðmunds- dóttur trésmiðs í Reykjavík. Var sambúð þeirra ástúðleg og heimili þeirra með miklum myndarbrag og gestrisni þeirra hjóna frá- bær og elskuleg. Þegar við starfsfélagar Baldurs Sveinsson- ar í Islandsbanka og Útvegsbanka íslands kveðjum látinn góðan dreng minnumst við hugljúfra samskipta í starfi og tómstundum. Adolf Björnsson. 44 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.