Bankablaðið - 01.12.1967, Side 50

Bankablaðið - 01.12.1967, Side 50
TORFI ÓLAFSSON: „Komdu aftur að heimsækja okkur” Teikningar gerði Ólafur H. Torfason Þegar þar er komið sögu Seðlabanka- manns, að hann fær vitneskju um að innan skamms sé röðin komin að honum að þiggja kynnisfararstyrk og sex vikna aukafrí til að skoða heiminn, verður honum óhjákvæmilega tvennt öðru ljósara; hið fyrra, að loks sé langþráð stund að renna upp, nú geti hann gefið öllu bankapuði langt nef í tíu vikur og gætt sér á unaðssemdum annarra landa, svo sem hann hefur þrek og efni til, og hið síðara, að nú sé fyrst fyrir alvöru farinn að styttast æviþráðurinn, nú geti hvert ævin- týri brátt orðið hið síðasta. Og þá er um að gera að ljúka upp dyrum þess ævintýrakastal- ans, sem mann hefur mest langað til að kanna um dagana. Hvað mig snerti, var valið ekki erfitt; ég hafði allt frá æskuárum þráð að litast um í því landi, sem umdeildast hefur verið síð- astliðna fimm áramgi, Sovétríkjunum. Til þess að geta haft sem mest gagn af því ferða- lagi, hafði ég síðastliðna tvo vetur gluggað nokkuð í gerzka mngu. Að aflokinni flugferð til Kaupmannahafn- ar og þriggja sólarhringa sjóferð með ágæm sovézku skipi, „Nadézdu Krupskaju", steig ég á land í Leningrad 15. júní síðastliðinn. Eg hafði oftar en einu sinni verið spurður, hvað ég væri eiginlega að vilja til Sovétríkj- anna, ég fengi ekki að sjá þar annað en það, sem mér yrði sýnt, og svo yrði þessi al- ræmda, rússneska leynilögregla án afláts með nefið niðri í öllu því, sem ég tækist á hend- ur. Kona ein frá Englandi, sem var mér samskipa til Helsinki, réð mér eindregið til að hafa tösku mína ólæsta á leiðinni, ann- ars brytu „þeir" hana upp til að skoða í hana. Að sjálfsögðu lét ég þetta fjas kerlingarinnar eins og vind um eyrun þjóta, enda kom það ekki að sök. Þegar ég hafði gefið útlendingaeftirlitinu skriflega yfirlýsingu um erlenda gjaldeyris- 48 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.