Bankablaðið - 01.12.1967, Page 52

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 52
A Isakskirkju i Leningrad er jmkið úr skiraguli. pósthús í hótelinu, þar sem ég bjó, og engin biðröð, frekar en annarsstaðar þar sem ég kom í Sovétríkjunum. Biðraðir voru að sjálf- sögðu til þar í landi, meðan neyðarástand ríkti, svo sem á byltingarárunum og þar á eftir, að ógleymdum þeim árum, sem nazist- ar strituðu þar við útrýmingu sárasaklauss fólks og Sovétmenn voru að reisa við á ný það sem þá var brotið niður, en sem betur fer eru þeir tímar nú liðnir og biðraðir svo til allsstaðar úr sögunni. Ekki er það fátítt, að stráklingar víki sér að manni á götu þar í landi og fali tyggjó, því það er ekki framleitt í Sovétríkjunum, frekar en kókakóla, og er bættur skaðinn. Þá er það til, að menn leiti eftir kaupum á er- lendum gjaldeyri, og þykir Sovétmönnum lít- ill sómi að slíkri landkynningu. Dag einn tyllti ég mér á bekk í einum af hinum mörgu og fögru skemmtigörðum Leningradborgar, við hlið konu einnar þokkalegrar og tók hana tali eftir því, sem kunnátta mín í máli hennar leyfði. Sagði ég henni meðal annars frá þessum tyggjósníkjum og gjaldeyris- kvabbi, sem ég hafði orðið fyrir. Hún þagði andartak en sagði svo: „Við hérna í Lenin- grad höfum allt sem við þörfnumst." Eg gat ekki annað en verið henni sammála. Það fólk, sem ég sá þarna og annarsstaðar, vantaði eng- ar nauðsynjar. Það virtist vera ánægt með líf- ið, það var glaðlegt í viðmóti, og vingjarn- legra fólk og hjálpsamara þykir mér ólíklegt að fyrirfinnist á jarðríki. Það er að vísu fá- tækara en við að glysvarningi og hégóma, enda er ekki haldið þar uppi neinum auglýs- ingaherferðum til að telja fólki trú um, að lífshamingjan sé í því fólgin að salla að sér skrani. Tíu dagar líða fljótt, þar sem veður er gott, mamr mikill og lostætur, drykkir ljúf- legir og fólk viðmótsgott. Hinn 25. júní hélt ég flugleiðis til helgrar borgar Moskvu, og þar lágu leiðir mínar saman við leiðir félaga míns að heiman, Björns Kristjánssonar kennara, og hófst nú viku dvöl í höfuðborg- inni, þar sem hitinn komst upp í 35° á daginn og þrumuskúrir tilheyrðu prógramm- inu frá nóni og fram yfir miðaftan. Við skoð- uðum merka staði borgarinnar, svo sem Kreml og kirkju heilags Vassilís, þrömmuð- um þvert og endilangt Rauða torgið marg- sinnis og gengum í grafhýsi Lenins. Meðan það er opið, standa hundruð ef ekki þúsundir manna í biðröð, til þess að ganga fram hjá hinum ástsæla leiðtoga sínum, sem hvílir þar undir glerhlíf og bjart ljós yfir. Erlendir ferðamenn njóta þeirra forrétt- inda að vera hleypt inn í biðröðina uppi á sjálfu Rauða torginu, og virðist enginn hafa neitt við það að athuga. Verðir standa hreyf- ingarlausir sinn hvorum megin við dyr graf- hýsisins, og stóreflis blómsveigar til beggja handa. Gengið er niður þrep, niður í loftkælt herbergi, þar sem Lenin hvílir á hinzta beði sínum, og enginn mælir orð. Leiðin liggur kringum fótagafl hvílunnar og svo upp og út hinum megin. Sovézk leiðsögukona sagði mér, að hún hefði séð fólk tárfella, er það leit Lenin augum. Eg spurði aðra konu sovézka, hvort það væri satt, sem hermt væri fyrir vestan tjald, að í Sovétríkjunum hefði 50 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.