Bankablaðið - 01.12.1967, Page 55

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 55
Fyrir framan safnið i Abramtsevo. um kirkjuna og stöðu hennar í Sovétríkjun- um. Hafi þá ráðherrann sagt, að dagar kirkj- unnar væru nú senn taldir í Sovétríkjunum og sæist það bezt á því, að engir sækm kirkju nema gamlar kerlingar. Svaraði þá patríark- inn með hægð: „Það verða alltaf til gamlar kerlingar." Hver hópur útlendinga er 12 daga í Abramtsevo, en menn geta dvalið áfram 12 daga til viðbótar eða lengur, ef þeir óska og hafa gert ráðstafanir til þess fyrirfram. Að loknum 12 dögum varð Björn að hverfa heim, en ég var aðra 12 daga og hefði gjarn- an viljað vera lengur. Þarna var margt Sovétmanna vel mæl- andi á þýzku og ensku, og varð því gott til fanga um að kynnast Sovétríkjunum frá sjónarmiði Sovétmanna sjálfra, enda þurfti ekki að ganga á eftir þeim til að koma þeim af stað með frásagnir og upplýsingar um hvað eina. Þeir sögðu, að það væri skammt síðan landið var opnað til fulls fyrir erlenda ferðamenn. Þeim þætti svo gaman að fá alla þessa gesti og þeir óskuðu þess svo heitt að hafa frið og vináttu við alla menn, að þeir vildu allt fyrir okkur gera. Ungur maður sagði við mig: „Við þekkjum ekkert við- bjóðslegra en stríð og manndráp. Við viljum taka saman höndum við ykkur, vinna með ykkur og skemmta okkur með ykkur. Við vitum, að hjá okkur er ekki allt í I. flokki A enn sem komið er, en við erum í óða önn að laga það, sem ábótavant er. Þið megið held- ur ekki gleyma, að við höfum orðið að byggja allt upp tvisvar á 50 árum, að naz- istar drápu 20 milljónir manna í Sovétríkj- BANKABLAÐIÐ 53

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.