Bankablaðið - 01.12.1967, Page 59

Bankablaðið - 01.12.1967, Page 59
Embættismenn í Á þessu ári var Björn Tryggvason ráðinn aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Islands. Björn er fæddur 13. maí 1924. Hann lauk lögfræðinámi 1951. Ungur hóf Björn bankastörf. Unglingur var hann sendisveinn í Utvegsbanka Islands h.f. og þaðan lá leið hans í Landsbanka Is- lands. Var lögfræðingur bankans 1951— 1957. Aðstoðarbankastjóri fyrir Norðurlönd við Alþjóðabankann í Washington 1957— 198. Á sama tíma viðskiptafulltrúi við sendi- ráð Islands í Washington. Björn hefir tekið mikinn og góðan þátt í félagsmálum bankamanna, verið formaður F. S. L. I. og átt sæti í stjórn S.I.B. Hann er í skólanefnd Bankamannaskólans. Það vekur mikla ánægju allra banka- manna að vel hæfur starfsmaður úr þeirra hópi hafi verið valinn í þetta vandasama embætti. Seðlabankanum Nýlega var Sigurður Örn Einarsson skip- aður skrifstofustjóri í Seðlabanka Islands í stað Björns Tryggvasonar, sem tekið hefir við störfum aðstoðarbankastjóra við Seðla- bankann. Sigurður Örn er þekktur bankamaður. Að loknu námi réðist hann í þjónustu Lands- banka Islands og starfaði þar til Seðlabank- inn varð sjálfstæð stofnun, en tók þá við störfum þar. Sigurður Örn hefir tekið mikinn þátt í félagsstörfum bankamanna. Hann var for- maður í Starfsmannafélagi Seðlabankans um skeið. Formaður Sambands íslenzkra banka- manna í fjögur ár og er nú þar varaformaður. Þá hefir hann átt sæti í stjórn Norræna bankamannasambandsins. Bankamenn samfagna Sigurði Erni með þennan embættisframa og óska honum alls velfarnaðar. BANKABLAÐIÐ 57

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.