Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 3

Bankablaðið - 01.12.1971, Qupperneq 3
57. Árg., 1.-4. tölublað 1971 Starfsréttindi Kjaramál standa öllum launþegum hjarta næst. Þó að Samband ísl. bankamanna hafi tiltölulega nýlega gert samning um launa- reglugerð, er ekki að bera í bakkafullan læk- inn, þótt rætt verði nokkuð um réttarstöðu bankamanna, enda nauðsynlegt, af ýmsum ástæðum, að bankamenn geri sér nú grein fyrir hver staða þeirra er og hvaða stefnu þeir vilja taka á næstunni. I vinsamlegri samvinnu við kunnuga aðila verður hér á eftir gerð nokkur grein fyrir stöðunni í dag og lítilsháttar rætt um framtíðina. I febrúarmánuði s.l. var gefin út ný „reglu- gerð” um störf og launakjör bankamanna. Með hliðsjón af því og því, að nú fara fram miklar umræður um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna, er nauðsynlegt, að bankamenn taki réttindamál sín til rækilegr- ar athugunar. bankamanna Af hendi bankaráðanna hefur komið fram sú skoðun, að þau geti einhliða ákveðið laun bankamanna og því nefnt kjarasamninga sína við bankamenn „feglugerðir". Hér á landi starfa nú fjórir ríkisbankar og þrír hlutafélagsbankar. Allir starfa bankar þessir samkvæmt settum lögum. í 31. gr. laga nr. 10/1961 um Seðlabanka Islands segir, að bankaráð ráði aðalféhirði bankans og formann endurskoðunardeildar. Alla aðra starfsmenn ráði bankastjórn og segi þeim upp störfum. Um laun starfsmanna bankans, svo og eftirlaun, fari eftir ákvörð- un bankaráðs. Sams konar ákvæði eru í 13. gr. laga nr. 12/1961, um Utvegsbanka Is- lands, að því viðbætm, að bankaráðið skal einnig ráða útibússtjóra. Samkvæmt 53. og 54. gr. laga nr. 115/1941, um Búnaðar- banka Islands, eins og þeim var breytt með BANKABLAÐIÐ 1

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.