Bankablaðið - 01.12.1971, Side 12

Bankablaðið - 01.12.1971, Side 12
LÖG SAMBANDS ÍSL. BANKAMANNA I. NAFN OG HLUTVERK. 1. gr. Nafn sambandsins er: Samband íslenzkra bankamanna, skammstafað S.Í.B. Heimili þess er í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur sambandsins er: a) Að vinna að skipulagðri félagsstarfsemi is- lenzkra bankamanna. b) Að gæta hagsmuna bankamanna í hvívetna. c) Að hafa forustu í starfs- og kjaramálum banka- manna og vinna að því að bæta og samræma kjör þeirra í samvinnu við aðildarfélögin. d) Að vinna að því að auka alhliða menntun, þekkingu og starfshæfni bankamanna, eink- um í bankafræðilegum efnum, með blaðaút- gáfu, fræðsluerindum, námskeiðum, eða á hvern þann hátt, sem heppilegur er talinn á hverjum tíma. e) Að koma fram fyrir hönd íslenzkra banka- manna á innlendum og erlendum vettvangi. II. AÐILD. 3. gr. Bankamenn teljast, samkvæmt lögum þessum, allir starfsmenn íslenzkra banka og sparisjóða, enda gegni þeir slíkum störfum sem aðalstarfi. 4. gr. Rétt til aðildar að sambandinu hafa: a) Starfsmannafélög banka og sparisjóða. b) Einstaklingar, sem starfa við slíkar stofn- anir, þar sem ekki eru starfsmannafélög. Ekki getur nema eitt félag við hvern banka eða sparisjóð orðið aðili að sambandinu. Ekki telst það félag, sem hefur færri en 5 fé- laga. 5. gr. Nú sækir félag um inngöngu í sambandið og skal stjórn þess þá senda S.I.B. skriflega beiðni þar um, ásamt útdrætti úr gerðabók, er sýni, að lögmætur félagsfundur hafi samþykkt að senda slíka umsókn. Skal umsókninni fylgja afrit af lögum félagsins og skrá yfir félaga þess. Vilji starfsmaður í banka eða sparisjóði, þar sem ekki er starfsmannafélag, ganga í sambandið, skal hann senda skriflega umsókn þar um til sambandsstjórnar, ásamt upplýsingum um starfs- tíma sinn hjá viðkomandi stofnun. Sambandsstjórn úrskurðar um inntökubeiðnir og tilkynnir viðkomandi aðila úrslit þar að lút- andi innan tveggja vikna frá móttöku þeirra. Synji sambandsstjórn inntökubeiðni einstakl- ings, skal sú ákvörðun gilda til næsta sambands- þings, sem þá ber að fella endanlegan úrskurð varðandi beiðnina. Sé inntökubeiðni félags synjað gildir synjunin sömuleiðis til bráðabirgða, en síðan skal þing eða aukaþing fella endanlegan úrskurð þar um innan 6 mánaða. III. SAMBANDSÞING OG FULLTRÚAKJÖR. 6. gr. Sambandsþing kjörið af aðildarféiögunum fer með æðsta vald í málefnum sambandsins. Þing- fulltrúar skulu kosnir fyrir hvert reglulegt þing, sbr. 7. gr., til tveggja ára í senn. Skal hvert fé- lag kjósa einn fulltrúa fyrir hverja tuttugu fé- lagsmenn eða minna og jafnmarga til vara, miðað við tilkynnt félagatal hinn 1. janúar þingárs, sbr. 11. grein. Við kjör þingfulltrúa ber að velja menn til þingsetu, utan höfuðborgarsvæðisins, í hlutfalli við fjölda félagsmanna þar. 7. gr. Reglulegt sambandsþing skal halda annað hvert ár í marz/apríl. Til þingsins skal boða bréflega, jafnt aðildar- félögin sem einstaka félagsmenn utan þeirra. Dagskrá þingsins skal senda aðildarfélögunum í siðasta lagi er tvær vikur eru til þings. Þá skulu reikningar sambandsins liggja fyrir á skrifstofu þess þingfulltrúum til glöggvunar. Dagskrá skal tilgreina helztu mál, sem sam- bandsstjórnin og hin einstöku félög hyggjast leggja fyrir þingið. Rétt til þingsetu hafa, auk hinna kjörnu full- trúa, einstakir félagar sambandsins utan aðildar- félaganna. A sambandsþingi skulu allir hafa mál frelsi og tillögurétt, en atkvæðisrétt hafa aðeins kjörnir fulltrúar úr félögum, er hafa minnst tíu meðlimi. Sambandsþing er lögmætt sé löglega til þess boðað. 10 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.