Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 15
lendum bankamönnum svo og öðrum, sem unnið
hafa mikið starf í þágu bankamanna.
Sambandsstjórn ákveður veitingu heiðursmerkja
og skal ákvörðun um það vera einróma samþykkt
af stjórninni.
Skrifstofa sambandsins skal færa sérstaka „Gull-
bók" þar sem skráð eru nöfn og helztu æviatriði
þeirra, er gullmerkið hljóta.
X. LAGABREYTINGAR.
17. gr.
Lögum sambandsins er aðeins hægt að breyta
á sambandsþingi og öðlast tillögur til breytinga
því aðeins gildi, að þær séu samþykktar með
minnst % greiddra atkvæða. Breytingartillögum
skal skilað til sambandsstjórnar í síðasta lagi
tveim dögum áður en þing er sett.
XI. SLIT.
18. gr.
Sambandinu verður því aðeins slitið, að sam-
bandsþing og aukaþing, sem haldið sé innan
tveggja mánaða frá lokum sambandsþings, sam-
þykki slitin með % greiddra atkvæða. Til auka-
þingsins fari fram nýtt fulltrúakjör í sambands-
félögunum. Um eignir sambandsins við slit þess
fer eftir því sem meirihluti tveggja sambandsþinga
ákveður.
Tillögur allsherjarnejndar:
1. Þing Sambands ísl. bankamanna hald-
ið 19.—21. apríl 1971 fagnar því starfi,
sem þegar er hafið með Landvernd, land-
græðslu- og náttúruverndarsamtökum Is-
lands, og samþykkir að sambandið gerist
formlegur aðili að samtökunum.
2. Þingið telur rétt að haldið sé áfram
athugunum á stofnun svæðasambanda eða
samstarfsnefndar í landsfjórðungum með að-
ild starfsfólks hjá bankaútibúum og spari-
sjóðum í samráði við starfsmannafélögin.
Sambandsstjórn leggi síðan fram ákveðnar
tillögur fyrir næsta þing.
Hannes Pálsson, formaður S.Í.B.
3. Þingið felur stjórn S.Í.B. að fylgjast
náið með þróun og framgangi frumvarps til
laga um réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins, sem lagt var fyrir síðasta alþingi, og
gæta þess að með því verði á engan hátt
gengið inn á starfssvið Sambandsins.
Þingið ítrekar fyrri kröfur um að sam-
vinnunefnd bankanna í umboði þeirra fái
fullt umboð til samningsgerða við stjórn
S.Í.B. um störf og launakjör bankanna og
felur stjórn S.Í.B. að vinna að því.
4. Þingið ítrekar fyrri ályktun til viðkom-
andi aðila, að eðlilegt sé, að fulltrúi starfs-
fólks eigi sæti í bankaráðum og felur stjórn-
inni að fylgja því máli eftir.
5. Þingið ítrekar fyrri kröfur um, að ávallt
séu auglýstar til umsóknar bankastjórastöður
BANKA8LAÐIÐ 13