Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 21
Landsbanki Islands 85 ára
Þann 1. júlí s.l. varð Landsbanki íslands
85 ára, en hann tók til starfa 1. júlí 1886,
stofnaður með lögum árið áður, og er elzti
bankinn í landinu. 10. júlí s.l. tók Lands-
bankinn til afnota nýtt og aukið húsnæði,
sem lengi hefur verið þörf á, þar eð starfsemi
bankans hefur verið í örum vexti á undan-
förnum árum.
Bankastjórn Landsbankans kynnti breyt-
ingarnar á húsnæði bankans á fundi með
blaðamönnum og gerði grein fyrir helztu
atriðunum í starfsemi bankans fyrr og nú.
Ennfremur hafði bankastjórnin boð inni fyrir
starfsfólk og ýmsa gesti í húsakynnum bank-
ans í tilefni af þessum miklu þáttaskilum í
sögu hans. Var þar rakin saga Landsbankans
í stórum dráttum og gerð grein fyrir vexti
og viðgangi hans.
I þessari smttu grein mun þess freistað
að rekja að nokkru helztu atriðin, sem fram
komu við greind tækifæri.
Landsbankinn hóf starfsemi sína í húsi
Sigurðar bóksala Kristjánssonar við Bakara-
stíg (Bakarabrekku), sem enn stendur. Nafni
gömnnar var síðar breytt í Bankastræti og
heitir hún svo enn (Þess má geta, að nú
BANKABLAÐIÐ 19