Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 36

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 36
Starfsfólk útibúsins á HornafirSi. erfiðleikum bundnir sökum mikils fjármagns, sem þessir atvinnuvegir, einkum sjávarútveg- ur, þarfnast. Þessir atvinnuvegir eru stopul- ir og áhættusamir, og bankinn hefur einatt orðið fyrir miklu fjárhagstjóni af þeim sök- um. Allt hefur þeta orðið til þess að tefja og torvelda stofnun fleiri útibúa hér um slóðir. Bankinn hafði einfaldlega ekki bol- magn til þess. Það er í rauninni ekki fyrr en á síðustu árum, að bankinn hefur haft aðstöðu og fjárhagslega getu til þess að sinna þessu verkefni svo sem vera skyldi. Miklu fé hefur eigi að síður verið dreift um byggðir landsins á vegum Landsbanka Is- lands og hefur á undanförnum árum mark- visst verið unnið að því, meðal annars með stofnun útibúa víðsvegar um land. En allt tekur þetta sinn tíma og að öllu verður að fara með gát ef vel á að fara. Austur-Skaftafellssýsla hefur löngum ver- ið eitt afskekktasta hérað landsins. Lega henn- ar hefur valdið því, að örðugt er um allar samgöngur, stórvötn, hrikaleg fjöll og jökl- ar á alla vegu. Þessi aðstaða hefur til skamms tíma torveldað mjög uppbyggingu atvinnu- lífs almennt. Verzlun hefur frá öndverðu átt örðugt uppdráttar allt frá dögum dönsku einokunar- verzlunarinnar á Djúpavogi til dönsku sel- stöðuverzlunarinnar á Papós. Smám saman óx þó Islendingum sjálfum fiskur um hrygg með tilkomu verzlunarfrelsis og aukinni sjálfstæðiskennd. Kaupfélög voru stofnuð í Þingeyjarsýslu, og Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastjóri Landsbankans, gekkst fyrir stofn- un Gránufélagsins. Hóf hann siglingar á Papós og árið 1876 tóku skip Gránufélags- ins að sigla á Hornafjörð. Vann Tryggvi að þessum verzlunarviðskiptum af þeirri atorku, sem honum var lagið og má hann teljast einn af brautryðjendum innlendrar verzlunar hér um slóðir. Hornafjörður var löggiltur verzlunarstað- ur árið 1879, en fastaverzlun komst ekki á hér fyrr en árið 1897, að Ottó Tulinius kaup- maður á Papósi flutti verzlun sína hingað. Þá var byggð hér smá, aðeins örfáir ein- staklingar áttu hér heima. Síðan hefur kaup- túnið vaxið jafnt og þétt og nú er hér mynd- arlegur bær með um 900 íbúa. Atvinnulíf er blómlegt og framfarir á öll- um sviðum, svo að athygli hefur vakið um allt land. Við megum gleðjast yfir því, að Landsbankinn hefur átt nokkurn þátt í þeirri uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað. Hafa Austur-Skaftfellingar einatt leitað til útibúsins á Eskifirði um fyrirgreiðslu og all- mikil peningaviðskipti hafa átt sér stað milli þessara staða. En óstöðugir atvinnuvegir gátu einatt leik- ið þessi viðskipti allgrátt. Horfði oft til stór- vandræða þegar stór útgerðarfyrirtæki gáfust upp, meðal annars hér á Hornafirði. Þar sem hér var um eina helztu útgerðarstöð hinna austfirzku mótorbáta að ræða, mátti sú starf- 34 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.