Bankablaðið - 01.12.1971, Side 41

Bankablaðið - 01.12.1971, Side 41
hópnum var rætt um viðfangsefnið frá fé- lagslegum sjónarmiðum og í síðari hópnum var rætt um það í sambandi við samninga- umleitanir. Af hálfu S.I.B. tóku þátt í þess- um umræðum þeir Guðjón Halldórsson í fyrri hópnum og Hannes Pálsson í þeim síðari. Framkvæmdastjóri N.B.U. var endurkjör- inn P. G. Bergström. Samþykktir ráðstefnunnar fara svo hér á eftir: Alit ráðstefnu NBU, er haldin var í Gauta- horg 4■—ó. september 1971. NBU lítur svo á, að vinnuafl og fjármagn séu jafnverðmæt framleiðsluöfl og g'erir því þá kröfu, að það fólk, er vinnur í bönkum og sparisjóðum, fái meðákvörðunarrétt, jafnt á hærri sem lægri sviðum innan stofnananna. A sumum Norðurlandanna eru sem stend- ur uppi áætlanir um, að lögfesta slíkan með- ákvörðunarrétt. NBU gerir ráð fyrir að slík lagasetning, ef af henni verður, hljóti að veita öllum starfsstéttum sömu réttindi, og gefi þá auk þess samtökum vinnumarkaðarins ráðrúm til að koma ákvæðum um atvinnulýðræði inn í heildarsamninga sína. Álit ráðstefnu NBU, er haldin var í Gauta- horg 4-—5. september 1971. Með stöðugri árvekni hafa samböndin inn- an NBU nú náð fram laugardagslokun bank- anna. Með viljayfirlýsingu sinni um stuðn- ing, er ráðstefnan í Helsingfors 1968 gerði um það efni, hefur á tímabilinu borið þann árangur, að jafnvel Island veitir nú frí á laugardögum allt árið, eða frá og með árinu 1970. Þar með er bankastarfsemin á Norð- urlöndum orðin í fullu samræmi við hinn vestræna heim í þeim efnum. Síðan hefur greinilega komið í ljós, að laugardagslokun hefur engin teljandi óhag- ræði haft fyrir viðskiptavini bankanna. Ráðstefna NBU vill því lýsa yfir, að sam- böndunum innan NBU beri að vera vel á verði um þann árangur, sem þannig hefur náðst. Alit ráðstefnu NBU, er haldin var í Gauta- borg 4.—5. september 1971. NBU hefur við vaxandi áhyggjur orðið þess vart, að bankarán hafa færzt mjög í auk- ana í seinni tíð. Aðgerðir til þess að hindra þessa þróun eru mjög mikilvægar bæði fyrir starfsfólk bankanna og viðskiptavini. NBU ráðstefnan hefur fullvissað sig um, að bank- arnir hafa gert mikilvægar ráðstafanir í þessu efni með tæknilegum varnarútbúnaði, þó verður að viðurkenna, að slíkar varúðarráð- stafanir þarf enn að auka. Um hvers kyns ráðstafanir til þess að fyrirbyggja bankarán þarf að vera samvinna milli bankanna og starfsfólksins. Og sú sam- vinna, sem í þessum efnum hefur skapazt, ætti að ná til allra Norðurlandanna. BANKABLAÐIÐ 39

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.