Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 44

Bankablaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 44
fyrsta skipti var ég þó ekkert sérlega upp- litsdjarfur þegar ég rétti honum víxilblaðið, sem ég hafði skrifað með aðstoð kunningja míns, sem var að lesa hagfræði við háskól- ann — sjálfur hefði ég ekki á eigin spýtur getað skrifað víxilinn rétt þótt ég hefði átt að leysa höfuð mitt. Þegar ég kom á fund Bruuns bankastjóra í þetta fyrsta skipti fannst mér einhvern veginn sem hann þekkti mig, vissi allt um hagi mína, pólitískar skoðanir mínar, sem voru í rauðara lagi, og sennilega hefur hin jökuldælska eiginkona hans verið heimildin, ég held hún hafi vitað um flest sem skeði í stúdentanýlendunni íslenzku. Þó lét hann mig ekki gjalda þess, hvorki í þetta skipti né síðar. En direktör Bruun gat verið fjandi háðskur, en þó alltaf í góðmennsku. Og hann keypti af mér víxlana öll árin sem ég var í Kaupmannahöfn, og ég held hon- um hafi í rauninni þótt gaman af þessum lágkúrulegu víxlaviðskiptum við staurblank- an íslenzkan stúdent. Hann var oft vanur að segja við mig: Er De stadig kommunist, hr. Kristjánsson. Eg játaði því hreinskilnislega, hef jafnvel grun um, að hann hefði neitað mér um víxil, ef ég hefði gengið af trúnni. Svo var það einn dag, að ég þurfti á víxli að halda. Þennan sama dag höfðu öll Kaup- mannahafnarblöðin sagt frá því á fremstu síðu, aðaltryllingsfrétt dagsins, að kommún- istar frá Kaupmannahöfn skunduðu í flokk- um til Esbjerg á Jótlandi til þess að skipu- leggja ólöglegt verkfall. Þegar ég kem inn á skrifstofu Bruuns með beygðum fótum og bænastaf og rétti honum víxilinn, þá segir bankastjórinn við mig: Skal De til Esbjerg, hr. Kristjánsson? Eg sór við sál mína, að ekk- ert væri mér fjarlægara en að eyðileggja atvinnulífið í aðalútflutningshöfn Dana, en ég held ég hefði fengið víxilinn þótt ég hefði ætlað að nota hann til þess að ferðast til Esbjerg. Eftir að ég kom til íslands og öll árin sem ég hef dvalið síðan á föðurlandi mínu hef ég að ég held kynnzt flestum banka- stjórum íslenzkum. Oftast nær hafa þeir reynzt mér jafn ljúfmannlegir og direktör Bruun, þó hefur þetta farið dálítið eftir því hvernig síldin veiddist, svo ég tali nú ekki um blessuð stríðsárin síðustu þegar maður hafði það stundum á tilfinningunni, að mað- ur ætti bæði bankana og bankastjórana. En þá bar það við fyrir nokkrum árum, þegar hvorki var heimsstyrjöld né síld, að ég gekk inn í nokkuð kunna vínstofu, ekki fjarri þeim stað er við nú sitjum í, að þar stóð einn bankastjóri, sem ég hafði þekkt vel á mínum yngri árum. Hann sneri sér að mér og mælti stundarhátt: Hvenær ætlar þú gamli vinur að gera banka mínum þann heiður að taka hjá mér víxil, sem bragð er að. Það sló þögn á þá sem viðstaddir voru og allir störðu á mig öfundaraugum. Næsta morgun sat ég í þeim salarkynnum þeirra, sem vilja fá að tala við bankastjóra, og sumir kalla biðsal dauðans. Því að það er gömul lífsreynsla mín, að maður skuli jafnan taka bankastjóra á orðinu. Dömur mínar og herrar. Eg sé á klukk- unni, að þorrinn er ekki okkur gefinn til að halda maraþonræður, heldur til að næra holdið og njóta þess lífs, sem er af holdsins heimi, og því slæ ég botninn í þetta hjal og þakka fyrir þolinmæði ykkar og langlundar- geð. 42 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.