Bankablaðið - 01.12.1971, Page 46

Bankablaðið - 01.12.1971, Page 46
Leitin að lífshamingjunni Verðlaunaritgerð Torfa Ólafssonar. Allt mitt líf hefur verið leit að lífsham- ingju, svo sem líf manna er yfirleitt; leit að því starfi, sem mér félli bezt að inna af hendi, leit að því umhverfi, sem ég nyti mín bezt í. Líkamleg vinna hefur jafnan verið mér heldur ógeðfelld, og því festi ég ekki yndi í þeirri fögru sveit, sem ég var borinn og barnfæddur í, því að þar urðu menn að erfiða sleitulaust til að framfleyta sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Ég beið óþreyjufullur eftir fyrsta tæki- færinu til að halda heiman að. Loks, þegar ég var nítján ára, tókst mér að komast í skóla, og þar með hófst leitin að lífshamingjunni fyrir alvöru. Ekki var mér ljóst, hvaða leið væri ráðlegast að halda, til þess að finna hana, þegar dyr Verzlunarskólans luktust að baki mér; það eitt var mér ljóst, að ég mundi ekki finna hana í sveit. Lítt reyndur sveitamaður kemur ekki auga á allar þær dyr, sem standa opnar eða í hálfa gátt í borgum, og því gengur hann oft inn um þær, sem fyrst opnast honum, án frekari fyrirgrennslana. Það var því nán- ast tilviljun, að ég hóf störf í Landsbanka Islands vorið 1942; þangað vantaði starfs- fólk, og ég gaf mig fram, án þess að hyggja að fleiri leiðum, enda var mér fjár vant til framhaldsnáms, sem ég hefði þó helzt kosið. Mér var frá upphafi Ijóst, að ég væri naumast til bankastarfa fæddur, en ég þótt- ist vita, að jafnframt þeim störfum mundu mér gefast allríflegar tómstundir til að sinna hugðarefnum mínum, enda varð mér að þeirri ætlun minni. Að sjálfsögðu ásetti ég mér að rækja öll störf mín í bankanum af trúmennsku og samvizkusemi, þótt einhverra athafna kynni að vera völ í þessum heimi, sem mér kynnu að henta betur. Nokkurri vanmetakennd var ég haldinn í upphafi, en hún máðist smám saman út, er ég tók að kynnast ýmiss konar störfum það vel, að ég varð jafnoki annarra í þeim. Mér var snemma falið að gegna gjaldkerastörfum, og hefur meginhluti starfsævi minnar upp frá því verið tengdur peningaseðlum og hvers konar sinningu þeirra. Slík störf geta naumast vakið áhuga manna að öðru leyti en því að kappkosta að vinna vel og rétt, en einnig í því geta menn fundið lífsham- ingjuna, eins og í hverju öðru starfi, jafnvel erfiðisvinnu. Vandinn er einungis sá að taka rétta og skynsamlega afstöðu til starfsins, láta ekki glepjast af draumsýnum eða hill- ingum, en finna gleði í því að gera einmitt það, sem maður verður að gera, með jákvæð- um huga og vilja til að leysa hlutverkið vel af hendi. Slík afstaða til starfsins hefur mér að verulegu leyti lærzt, og því tel ég starf mitt í bankanum hafa orðið mér til gæfu. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast úr- valsfólki og starfa með því, líta augum ýms- ar svipmyndir úr lífi þess, ýmist ljúfar eða daprar, og hver slík mynd hefur aukið mér skilning á mannlífinu og aukið löngun mína til þess að leggja samferðafólki mínu lið, 44 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.