Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 54

Bankablaðið - 01.12.1971, Síða 54
Fréttir úr Iðnaðarbankanum Iðnaðarbanki íslands h.f. opnaði nýtt bankaútibú hér í Reykjavík að Dalbraut 1, hinn 26. marz 1971. Utibússtjóri er Eiríkur Hannesson, áður deildarstjóri í aðalbankanum. Laugnarnesútibúið er fjórða útibú bank- ans, en hin eru á Akureyri, Hafnarfirði og Grensásútibú í Reykjavík. Bankablaðið árnar Iðnaðarbankanum allra heilla með hið nýja útibú. RAFREIKNIR í Iðnaðarbankanum Nú er unnið að undirbúningi þess í Iðn- aðarbankanum að taka þar í notkun rafreikni af gerðinni IBM S/3. Þessi tegund rafreikna er tiltölulega nýkomin á markaðinn en eftir- spurn er þegar mjög mikil erlendis. Stefnt er að því, að um n.k. áramót verði allar færslur í sparisjóðs-, ávísana- og hlaupareikningum teknar í rafreiknivinnslu. Frá upphafi verða í kerfinu aðalbankinn og útibú í Reykjavík og Hafnarfirði. Seinna á árinu 1972 er gert ráð fyrir að taka inn verðbréf og víxla. Þessi nýja tækni mun hafa í för með sér töluverðar breytingar á starfi fólks í viðkomandi deild- um og hafa þegar verið haldnir fundir með starfsfólkinu til að ræða þessar breytingar. I afgreiðslasal lðnaðar- bankans að Dalbraut 1. 52 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.