Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 12

Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 12
ÍSLENZKIR HLJÓÐFÆRALEIKARAR: „Ég hef haft áhuga fyrir músík svo lengi sem ég man eftir mér“, svaraði Gaukur fyrstu spurningu minni. „Þegar ég var að alast upp“, hélt hann áfram, „heyrði ég hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar oft í útvarpinu, og eins hljóm- sveit Þóris Jónssonar. Þetta voru hljóm- sveitirnar, sem í fyrstu kynntu mér jazzinn, og sat ég við útvarpstækið fram á rauða nótt um allar helgar. Já, og harmonikumúsík fannst mér sem engla- söngur — í þá daga“. „Heyrðu“, sagði ég, „er ekki rétt að þú látir uppi hvenær þú fæddist og allt því tilheyrandi?" „Jú, mikil ósköp. Ég fæddist fyrir tuttugu árum, hinn ellefta ágúst“. „Allt í lagi, áfram með jazzinn". Þegar ég var í fyrsta bekk í gagn- fræðaskóla var eitt sinn haldin skóla- dansæfing í Tjarnarcafé. Þar lék hljóm- sveit Aage Lorange. Ég sat rétt hjá hljómsveitinni, og þá hefði maður held- ur stigið í sjóinn en að taka utan um kvenmann, svo skórnir slitnuðu ekki af dansi það kvöldið. Aage sagði fimm eða sex orð við mig og ég var svo feiminn og jafnframt hrifinn, að ég roðnaði upp í hársrætur. Ég var ekki í nokkrum vafa um, að þetta væri bezta hljómsveit í heimi. Nokkrum dögum siðar heils- aði Aage mér á götu, og var ég þá nærri orðinn undir strætisvagni, ég bókstaflega slagaði af hrifningu. Og ekki var maður fullur, þá var ekkert drukkið sterkara en appelsín, en þó af stút“. „Hefur álit þitt á hljómsveitinni breyzt síðan?“ „Ertu ekki að skrifa grein um mig?“ „Jú“. „Jæja, kunningi, eigum við ekki að snúa okkur að málefninu?" „Hvenær byrjaðir þú að leika á guitar?“ „Sennilega hef ég verið fjórtán ára. Annars hafði ég lítið leikið á guitar, áður en ég byrjaði að leika á skóla- dansæfingum. Það hafði verið guitar heima, og mór hafði tekizt að læra nokkur grip á hann, þessi sömu grip og milljónir manna kunna“. „Með hverjum byrjaðir þú fyst að leika?“ „Steingrími Steinþórssyni píanista og Árna Elfar núverandi píanista, en þá- verandi klarinetleikara". „Hvernig var með G. 0. kvintettinn, byrjaðir þú ekki þar fljótlega?" „Það var ekki fyrr en næsta vetur á eftir, við Steini Steingríms fréttum af einhverjum ofsalega góðum saxófónista í Hafnarfirði, og eftir nokkrar ferðii' þangað varð G. 0. kvintettinn til. Það

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.