Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 32

Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 32
Jazzhljómleikar Jazzblaðsins Jazzhljómleikar, er Jazzblaðið gekkst fyrir voru haldnir í Austurbæjarbíói 8. nóv. síðastl. Fyrsta hljómsveitin, sem lék var K.K. sextettinn, og byrjaði hann með hinu sígilda lagi „Star dust“. Útsetningin var eftir Kristján Kristjánson stjórn- anda hljómsveitarinnar og var hún all- góð. Lagið var vel æft og heildarsvipur þess góður. Klarinetsóló Kristjáns var fremur bragðdauf, en einleikur Ólafs Gauks á guitar var aftur á móti ágætur. Næsta lag var „Don’t be that way“ og var útsetningin fremur þunn. Hún var eftir Gauk, sem átti aftur á móti beztu sólóna í laginu. Barytón-saxófónninn var þunglamalegur í fraseringu, sem ef til vill stafar í og með af því, að þetta er í fyrsta skipti, sem Kristján leikur á hann með hljómsveitinni. Jón Sigurðsson, sem lék með hljómsveitinni á bassa var mjög öruggur í þessu lagi. „Gloomy Sunday“ kom næst í útsetn- ingu Ólafs Gauks. Útsetningin var af- bragðs góð og hefur Gaukur nú sýnt, að hann er okkar fremsti útsetjari. — Væri gaman, ef hann reyndi við stærri verkefni. Lagið var ágætlega spilað og auðsjáanlega vel æft. „Don’t blame me“ var næsta lag, og gætti of mikið al- vanalegra hugmynda í útsetningunni. Hér átti Kristján aftur á móti mjög góða klarinetsóló. Sextettinn var klapp- aður upp, og lék sem aukalag „Swedish Pastry“. Útsetningin var hvorki fugl né fiskur. Ólafur Pétursson, sem lék til skiptis á tenór-saxófón og harmoniku í hljómsveitinni, átti hér prýðilega har- monikusóló. Virðingarvert og skemmtilegt var af hljómsveitinni, að koma með nýjar og frumsamdar útsendingar, sem sumar hverjar voru fyrirtak. Næst tilkynnti kynnir komu hljóm- sveitar Haraldar Guðmundssonar, H. G. sextettsins frá Vestm.eyjum, og tjáði hann jafnframt, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hljómsveit utan af landi kæmi til Reykjavíkur til að leika á jazz- hljómleikum. Þetta var skemmtileg ný- breytni og ætti að reyna að fá fleiri hljómsveitir utan af landi til að taka þátt í hljómleikum, er kynnu að verða haldnir í framtíðinni. Nokkrar myndir frá jazzhljómleikunum. Skýringar við myndunnm á næstu opnu á undan. Efsta röð: Hijómsveit Björns R. Einarssonar. Frá vinstri: Árni Elfar, Björn R„ Jón Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Guðm R. Einarss., Guðm. Finnbjörnss. og Gunnar Ormslev. Jón Sigurðsson leikur sóló. Svavar Gests kynnir K.K. sextettinn. Frá v.: Kr. Magnússon. Ól. G. Þórhallsson, Kr. Kristjánsson, Jón Sigurðs- son, Olafur Pétursson og Einar Jónsson. Næsta röð frá v.: Kr. Magnússon leikur einleik á píanó. Kvartett Eyþórs Þorlákssonar, frá vinstri: Guðm. Steingrímsson, Eyþór Þorláksson, Guðni Guðna- son og Jón Sigurðsson. Guðmundur R. Einarsson leikur trommusóló. — Neðsta röð, frá vinstri: Stór hljómsveit með mönnum úr öllum hljómsveitunum. Haukur Morthens, „gcstur kvöldsins“, syngur. — Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar, frá vinstri: Haraldur Guðmundsson, Jón Stein- grímsson, Guðni Hermansen, Axel Kristjánsson, Gísli Bryngeirsson, Gísli Brynjólfsson og Sig- urður Guðmundsson, Jón Sigurðsson bassaleikari er í kvartett Eyþórs, en lék einnig með hinum hljómsveitunum. — Axei lék með Haraldi, en er annars ekki í hljómsveitinni. 28 JazdLU

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.