Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 32

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 32
Jazzhljómleikar Jazzblaðsins Jazzhljómleikar, er Jazzblaðið gekkst fyrir voru haldnir í Austurbæjarbíói 8. nóv. síðastl. Fyrsta hljómsveitin, sem lék var K.K. sextettinn, og byrjaði hann með hinu sígilda lagi „Star dust“. Útsetningin var eftir Kristján Kristjánson stjórn- anda hljómsveitarinnar og var hún all- góð. Lagið var vel æft og heildarsvipur þess góður. Klarinetsóló Kristjáns var fremur bragðdauf, en einleikur Ólafs Gauks á guitar var aftur á móti ágætur. Næsta lag var „Don’t be that way“ og var útsetningin fremur þunn. Hún var eftir Gauk, sem átti aftur á móti beztu sólóna í laginu. Barytón-saxófónninn var þunglamalegur í fraseringu, sem ef til vill stafar í og með af því, að þetta er í fyrsta skipti, sem Kristján leikur á hann með hljómsveitinni. Jón Sigurðsson, sem lék með hljómsveitinni á bassa var mjög öruggur í þessu lagi. „Gloomy Sunday“ kom næst í útsetn- ingu Ólafs Gauks. Útsetningin var af- bragðs góð og hefur Gaukur nú sýnt, að hann er okkar fremsti útsetjari. — Væri gaman, ef hann reyndi við stærri verkefni. Lagið var ágætlega spilað og auðsjáanlega vel æft. „Don’t blame me“ var næsta lag, og gætti of mikið al- vanalegra hugmynda í útsetningunni. Hér átti Kristján aftur á móti mjög góða klarinetsóló. Sextettinn var klapp- aður upp, og lék sem aukalag „Swedish Pastry“. Útsetningin var hvorki fugl né fiskur. Ólafur Pétursson, sem lék til skiptis á tenór-saxófón og harmoniku í hljómsveitinni, átti hér prýðilega har- monikusóló. Virðingarvert og skemmtilegt var af hljómsveitinni, að koma með nýjar og frumsamdar útsendingar, sem sumar hverjar voru fyrirtak. Næst tilkynnti kynnir komu hljóm- sveitar Haraldar Guðmundssonar, H. G. sextettsins frá Vestm.eyjum, og tjáði hann jafnframt, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hljómsveit utan af landi kæmi til Reykjavíkur til að leika á jazz- hljómleikum. Þetta var skemmtileg ný- breytni og ætti að reyna að fá fleiri hljómsveitir utan af landi til að taka þátt í hljómleikum, er kynnu að verða haldnir í framtíðinni. Nokkrar myndir frá jazzhljómleikunum. Skýringar við myndunnm á næstu opnu á undan. Efsta röð: Hijómsveit Björns R. Einarssonar. Frá vinstri: Árni Elfar, Björn R„ Jón Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Guðm R. Einarss., Guðm. Finnbjörnss. og Gunnar Ormslev. Jón Sigurðsson leikur sóló. Svavar Gests kynnir K.K. sextettinn. Frá v.: Kr. Magnússon. Ól. G. Þórhallsson, Kr. Kristjánsson, Jón Sigurðs- son, Olafur Pétursson og Einar Jónsson. Næsta röð frá v.: Kr. Magnússon leikur einleik á píanó. Kvartett Eyþórs Þorlákssonar, frá vinstri: Guðm. Steingrímsson, Eyþór Þorláksson, Guðni Guðna- son og Jón Sigurðsson. Guðmundur R. Einarsson leikur trommusóló. — Neðsta röð, frá vinstri: Stór hljómsveit með mönnum úr öllum hljómsveitunum. Haukur Morthens, „gcstur kvöldsins“, syngur. — Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar, frá vinstri: Haraldur Guðmundsson, Jón Stein- grímsson, Guðni Hermansen, Axel Kristjánsson, Gísli Bryngeirsson, Gísli Brynjólfsson og Sig- urður Guðmundsson, Jón Sigurðsson bassaleikari er í kvartett Eyþórs, en lék einnig með hinum hljómsveitunum. — Axei lék með Haraldi, en er annars ekki í hljómsveitinni. 28 JazdLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.