Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 17
rainin’. Valið á undírleikara var sérstak- lega ánægjulegt, því það var tónskáldið, nótnaútgefandinn og píanóleikarinn Clarence Williams, en undirleikur hans var góð mótsetning við hina dimmu rödd söngkonunnar. Fleix-i plötur fylgdu í kjölfar þess- arar og það leið ekki á löngu áður en plötur Bessie seldust mest allra þeirra, sem negrar í þá daga sungu eða léku á. Það er algengt, að jazzáhugamenn bendi á, að söngur Bessie hafi ekki verið ,,verzlunarmúsík“, en það hefur líka nokkuð að segja, hvað felst í orð- inu „verzlunarmúsík". Ef átt er við, að hún hafi ekki sungið hin innantómu dægurlög, þá á orðið „verzlunarmúsík" ekki við um hana, en maður verður að gera sér grein fyrir, að Bessie vann sér inn lýgilega háar fjárupphæðir við að syngja blues eingöngu, og þurfti þess vegna ekki að eiga við nein önnur lög. Það má gera ráð fyrir að bluesarnir með hin ofsafulla stiganda hafi verið sungnir inn á plöturnar, jafnframt með það fyrir augum, að þær gæfu góðan skilning í aðra hönd. Tónlistarráðunautur hennar var vana- lega Fred Longshawe, hinn prýðilegasti orgel- og píanóleikari, og frábær tón- listarmaður. Það má heyra hann ásamt Bessie og Louis Armstrong á „perlum" eins og Reckless Blues, You’ve been a good, old Waggon, Cold i?i hand bhies. Columbia fyrirtækið réði Fletcher Henderson til að hafa yfirumsjón með plötuupptökum Bessie og frá því seint á árinu 1923 og fram úr, má heyra Henderson á píanóið á flestum Smith- plötunum. Þetta var rétt spor hjá for- ráðamönnum Columbia, því að á þessum árum var Henderson með stærstu negrahljómsveitina og nærri því hvei* einasti negrajazzleikarinn, sem þekktur var, lék í hljómsveitinni. Bessie ferðaðist frá Chicago til New York, þegar hún lék inn á þessar plötur með Henderson og léku þá oft undir menn eins og Joe Smith og Louis Arm- strong (cornet), Jimmy Harrison og Charlie Green (trombón), Buster Bailey (klarinet), Charles Dixon (banjó) og auðvitað Henderson á píanó. Þessar einingar úr stóru hljómsveit- inni voru vanalega nefndar „Blue Boys“ eða „Hot Six“. Maður má ekki ætla, að allt sem Bessie söng hafi verið blues — satt að segja var mest af því ekki byggt á hinum venjulega tólf takta blues, en frekar negra lög, sem voru' sungin í blues stíl, svo sem Careless Love og Muddy Water. Bessie söng einnig inn á plötur og fluttu opinberlega jafn vin- sæl „ragtime“ lög og Alexa?ider’s Rag- time Band og Calcewalking Babies. Fram til 1930 lifði Bessie lífi drottn- ingar; hún var rík, lánsöm og hinn dökki kynstofn Ameríku var hennar fólk. ■— Lægri stéttir hvíta fólksins héldu einnig upp á hana og sama gerðu allir hljóð- færaleikarar. í fyrsta skiptið, sem Bix Beiderbecke sá hana, fleygði hann viku- laununum sínum að fótum hennar og bað hana að syngja meira. Þegar krepp- an kom hættu plötur hennar að seljast og hinn mikið eftirspurði listamaður Bessie Smith, var hætt að sjást í plötu- upptökusölum Columbia. inn 24. nóv. 1933 söng hún í síðasta sinn inn á plöt- ur og voru það lögin Do your duty, I’m down in the du?nps, Gi?nme a pigfoot og Take me for a buggy ride. — Fletcher Henderson var hættur að leika undir hjá henni og í þetta skipti var notuð $a~LUi& 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.