Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13
vita náttúrlega allir, að G. 0. er skamm- stöfun á Gunnar 0rmslev“. „Þetta var allra skemmtilegasta hljómsveit, hefi ég heyrt sagt, því miður gafst mér ekki tækifæri til að heyra í henni“. „Já, ja.... okkur fannst það í það minnsta. Þetta var minn bezti skóli, maður kunni einu laginu fleira eftir hvert ballið, sem maður spilaði á“. „Hvar spiluðuð þið aðallega?“ „A skóladansæfingum, og hingað og þangað. Nokkrum sinnum héldum við dansleiki sjálfir í mjólkurstöðinni. Það var ekki gert til að græða peninga, held- ur til að spila, spila var það eina, sem maður gat hugsað sér, reyndar var manni alveg sama hvort maður fékk 50 krónur eða 150, bara ef maður fékk að spila". „Mannstu þá ekki eftir mörgu skemmtilegu frá þessum tíma?“ „Jú, en engu eins skemmtilegu og þegar Sigrún Jónsdóttir söng með okk- ur í fyrsta skiptið. Áður hafði hún sungið opinberlega með „Öskubuskum“, en aldrei ein með hljómsveit. Hún var svo taugaóstyrk og feimin að hún hríð- skalf. Þá munaði engu, að við þyrftum að draga hana fram á sviðið, og síðan að fá mann til að styðja hljóðnemann, hann titraði svo í höndunum á henni“. „Sigrún varð samt fljótt vinsæl, ekki satt?“ „Hvað annað, hún er langbezta söng- konan, sem hér hefur komið fram af þessu taginu. Röddin er prýðileg og til- finningin fyrir því, sem gert er, full- komin“. „Hvað tók svo við?“ „Maður spilaði áfram, ásamt skóla- náminu, en aldrei í fastri hljómsveit, það var of bindandi skólans vegna. Tak- markið var að eignast pottlok". „Pottlok?“ „Já, stúdentshúfu". „Það heppnaðist, veit ég“. „Já, en fyrst féll maður í 5. bekk, og næsta haust réðist ég í fyrsta sinni í hljómsveit, sem lék fast í húsi. Það var til Billich. Síðan fór ég til Akur- eyrar eftir jólin og var í Menntaskólan- um þar og tók stúdentspróf um vorið“. „Samkvæmt því hefur þú aðeins verið átján ára þá, það er nokkuð lágur aldur fyrir stúdent, er það ekki?“ „Ef til vill. Ég var ekki fyrr kom- inn í bæinn en ég réðist til Björns R.“. „Þar sem þú varst fram í nóvember í fyrra og síðan fórstu til Steinþórs Steingrímssonar í Mjólkurstöðina, í nokkra mánuði og svo til Kristjáns Kristjánssonar, þar sem þú hefur verið síðan“. „Rétt, nú ertu búinn, er það ekki? Settu nú eina Shearing-plötu á fóninn“. „Nei, ekki strax, við ljúkum við grein- ina fyrst. Segðu mér eitt, hvernig stóð á, að þú fórst að leika sólóar á guitar- arinn?“ „Mér leiddist að spila ekkert annað en rhythma, svo að ég lærði nokkrar Charlie Christian sólóar utan að og not- aði þær í gríð og erg. Síðan kom þetta smám saman, þegar ekki voru til fleiri Christian plötur, reyndi maður eigin hugmyndir, sem ekki voru of margar til að byrja með“. Ég þarf náttúrlega ekki að taka fram, að hugmyndir Gauks eru orðnar nokkuð fleiri núna. Hann er einn fremsti jazz- einleikarinn hér á landi. Hinn ágæti guitarleikur hans, skapar honum jafnan öruggan sess, þegar valið er í úrvals- ,'}azzlía<Í;Á 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.