Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18
hljómsveit, sem Buck Washington píanó- leikari hafði sett saman. í henni voru m. a. Benny Goodman, Jack Teagarden, Frankie Newton og Chu Berry. Það er sagt að Bessie hafi mælt á móti nær- veru hinna hvítu manna (Goodman og Teagarden), en hafi hælt mjög hinum unga og (þá) óþekkta trompetleikara, Frankie Newton. Eftir þetta féll Bessie í gleymsku, og þegar slægir framkvæmdarstjórar höfðu prettað út úr henni allar eigur hennar var hún neidd til að syngja fyrir því, sem til hennar var fleygt á knæp- um í skuggahverfum Chicago borgar. Ólíkt mörgum samtíðarmönnum sínum náði Bessie aldrei frægð aftur, henni gafst raunverulega aldrei tækifæri til þess. Og dag nokkurn 1937 í Memphis, Tennessee varð hún að horfast í augu við dauðann. Hún lenti í bílslysi og rifn- aði annar handleggurinn nærri því frá líkamanum. Það var þegar farið með hana á sjúki’ahús, en þó það virðist ótrúlegt, þá var henni neitað um að- gang vegna hins dökka hörundslitar. Að lokum fékk hún aðgang að öðru sjúkrahúsi, en þá hafði henni blætt svo mikið, að það reyndist ómögulegt að bjai’ga henni, og hún dó skömmu síðar. Jazzvinir um heim allan munu minn- ast hennar og varðveita plötur þær, er hún söng á og túlkaði gerðir fólks síns á hinn eina og sanna hátt alþýðulista- mannsins. „Sjá hinn einmana veg, guð, hann hlýtur að enda“, var hún vön að syngja“, sagði Mezz Mezzrow í bók sinni. „Þann- ig endaði vegur hinnar mestu söngkonu, sem Bandaríkin hafa hlýtt á — þar sem kynþáttahatrið stjórnaði umferða- merkjunum". (Þýtt úr Jazz Journal). ÓLAFUR GAUKUR ÞÓRHALLSSON Framli. af bls. 10. er mai’gt í því, sem lítið er varið í, en samt miklu fleira sem er skemmti- legt. Ég vil mælast til, að allir, sem einhvern áhuga hafa fyrir jazzinum, styrki og stuðli að útgáfu blaðsins, því það verður að koma út“. „Nokkuð, sem þú vilt bæta við þetta?“ „Nei, ekkei't, sem ég man eftir“. „Þá set ég S. G. undir?“ „Já fyrir alla muni, og flýttu þér nú, svo að við getum heyrt eina eða tvær plötur áður en æfingin byi'jar“. S. G. TITO BURNS Framh. af bls. 11. Tito hefur nýlega endui’skipulagt hljómsveit sína og leggur nú enn meiri áherzlu á dansmúsík, en reynir samt að halda hinum upprunalega anda hljómsveitarinnai’, þeim anda, er gerði hana fi'æga. Sextettinn samanstendur af ti’ompet, altó-saxófónleikara, sem einnig leikur á klarinet; tenórsaxófón, píanó, bassa og trommur, auk Tito með harmonikuna. Hann notar hljóðnema í harmonikunni, sem gei’ir það að verk- um, að hljómsveitin hljómar oft og tíð- um ekki ólíkt mun stærri hljómsveit, sem skapar hljómsveitinni oft meiri möguleika til að fá vinnu en ella. —- Sextett Tito Burns á ái’eiðanlega eftir að verða langlífur, því að hann er ein vinsælasta hljómsveit landsins, sem margsinnis hefur sannað, að hún getur engu að síður leikið á jazzhljómleikum en fyrir dansi. 14 guzzLUiS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.