Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 36
því miður léku þeir eingöngu samba-
músík!
Nýlega hefur verið hægt að fá Banda-
rísku jazzblöðin „Metronome“ og „Down
Beat“, keypt í Þýzkalandi og einnig hef-
ur einu plötufyrirtæki tekist að gefa út
nokkrar plötur með amerískum jazzleik-
urum, en þær eru allt of fáar, sem kom-
ið er. Vonandi lagast þetta nú á næst-
unni, ég hef t. d. von með að koma út
plötum með amerískum jazzleikurum
bráðlega. Nokkuð er til af plötum með
þýzkum jazzleikurum og lék Rex Stewart
inn á nokkrar plötur hér.
Svo að ég snúi mér aftur að því efni,
sem ég byrjaði á, jazztímariti. Nokkrir
fjölritaðir bæklingar hafa verið gefnir
út hjá jazzklúbbunum, en fullkomið blað
er enn ekki fyrir hendi. Það hafði verið
í undirbúningi í langan tíma að gefa
út blað, m. a. kom út fyrsta heftið af
því fyrir ári, en síðan ekki söguna meir.
— Bráðlega er von á lítilli bók á mark-
aðinn, sem ég hef ritað um upphaf jazz-
ins, þróun, og helztu snillinga hans.
Einnig má þar finna yfirlit yfir margar
góðar plötur og skýringar á, hvernig
þeirra verði bezt notið.
Skoðun mín er sú, að með tímanum
takist að jafna sundrungina í jazzmál-
um Þýzkalands. Bandaríkjamenn standa
að AFN og „Jazz Conference“. Bret-
arnir hafa BFN og „Anglo-German-
Swing-Club“. Þjóðverjarnir hafa svo
jazzklúbba, þar sem samvinnan er enn
of lítil. Grammofónplötur eru frekar af
skornum skammti og jazzunnendur pen-
ingalitlir sökum atvinnuskorts, svo þeir
hafa ekki ráð á að kaupa þær. Hljóm-
sveitirnar skortir húsnæði til að leika
í, þar sem svo margir staðir fóru í rúst-
ir í stríðinu, og enn ráðum við ekki
yfir jazzblaði vegna pappíi'sskorts.
Samt vinnum við ötullega fyrir hljóm-
list okkar, jazzinn. Og þegar við upp-
skerum það, sem við höfum sáð, getum
sett á stofn blað og sameinað áhuga-
mennina, verður ekki langt þangað til
okkur gefst aftur tækifæri til að hlusta
á hljómsveitir Duke Ellington oð Louis
Armstrong og fleiri.
Þá þarf ekki að óttast að hljómleika-
salirnir verði tómir — og að dagblöðin
kalli þetta villimannamúsík.
JAZZHLJÓMLEIKARNIR
Framh. af bls. 29.
eftir Eyþór, og var það eins og hið
fyrra, mjög vel gert. Leikur Eyþórs í
þessu lagi sem hinum, var borinn uppi
af jazztilfinningu og frum'egum hug-
myndum. Jón var öruggur á bassann.
Að lokum kom svo „rúsínan í pylsu-
endanum". Það var óauglýst atriði,
tólf manna hljómsveit, sem þeir Krist-
ján og Björn höfðu æft. Lék hún tvö lög.
Hið fyrra hét „Black Velvet“, og átti
Jón Sigurðsson þar ágæta trompetsóló.
Saxarnir voru dálítið ósamstilltir, sem
ekki var nema von, þar sem mennirnir
voru úr sinni hvorri hljómsveitinni.
Síðara lagið, og um leið síðasta lag
hljómleikanna, var „Father Knicker-
bopper“. Útsetning þess var mjög
skemmtileg og lagið virtist vera vel
æft og prýðilega leikið.
Svavar Gests var kynnir og leysti
hann það hlutverk prýðisvel af hendi,
var skemmtilegur og lét brandara óspai't
fjúka, sem sagt: fyrsta flokks kynnir.
í heild má segja að hljómleikarnir
hafi verið vel undirbúnir og ágætlega
heppnaðir. Baldur Kristjánsson.