Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 33

Jazzblaðið - 01.12.1950, Page 33
Um leik hljómsveitarinnar er það að segja, að þeir léku laglega eftir því, sem við er að búast af lítt reyndum jazz- leikurum og við þær aðstæður, sem hljómsveit úti á landi hlýtur að þurfa að horfast í augu við. Tenór-saxófón- leikarinn, Guðni Hermansen hefur góð- an tón, en skortir meira vald yfir hljóð- færinu. Haraldur Guðmundsson er dug- legur trompetleikari, en ætti að skapa sér betri stíl. Píanóleikarinn átti lag- lega byrjun (intró) í laginu ,Haw Haw‘. — Hljómsveitin lék aðallega ,,dixieland“- stilinn og vakti mikla hrifningu, enda margklöppuð upp. Næsta atriði hljómleikanna var ekki auglýst fyrirfram og var það einleikur Kristjáns Magnússonar á píanó, með aðstoð Axels Ki'istjánssonar á bassa og Guðmundar Steingrímssonar á tromm- ur. Kristján lék tvö lög, notaði ,,block“- hljóma og Be-bop fraseringar, en skort- ir meiri leikni til að útfæra hugmyndir sinar. Fyrsta atriðið eftir hléið var átta manna hljómsveit Björns R. Einars- sonar. Fyrsta lag þeirra var „Opus One“, eftir Sy Oliver. Fannst mörgum það ekki sérlega vel til fundið, að koma með svo gamla og margþvælda útsetn- ingu á jazzhljómleika. Saxófónarnir voru ágætir í laginu og Guðmundur R. öruggur á trommurnar. „That’s a plenty“, fylgdi á eftir. Það var ósvikið „dixie“-lag, fjörlega og skemmtilega spilað. Nú ventu þeir sínu kvæði í kross og léku Be-bop lagið „Ool Ya Koo“. — Var það ágætlega æft og vel spilað. Kynnirinn tilkynnti, að á hljómleik- unum væri „óvænt heimsókn“. Það var Haukur Morthens, sem að nokkrum klukkustundum áður hafði komið með flugvél frá Englandi, þar sem hann hann hafði verið undanfarið. Var hon- um ákaft fagnað og klappaður upp til að syngja lag með hljómsveitinni. — Söng hann hið vinsæla dægurlag „Mona Liza“. Gerði hann laginu góð skil eftir atvikum, því að hljómsveitin var alveg óundirbúin, sem vonlegt var og veitti honum lítinn stuðning. Síðan lék hljómsveitin Be-bop lagið „Manteca", og lék Svavar Gests þar með á Bongo-trommur, og gerði það mjög skemmtilega. Jón Sigurðsson átti ágæta trompetsóló í laginu. „Not so quite, please“ var næsta viðfangsefni. Guðm. R. lék trommusóló í þessu lagi, prýðis- vel, og var þetta eitt bezta atriði kvölds- ins. Að lokum lék hljómsveitin „Slipped Disc“. Góð útsetning, en gömul að vísu. Lagið var eins og flest hinna, vel æft og ágætlega spilað. Útsetningar hljóm- sveitarinnar hefðu mátt vera meira sniðnar fyrir hljómleika, og nýrri af nálinni. Síðasta auglýsta atriði kvöldsins var leikur kvartetts Eyþórs Þorlákssonar. Hljóðfæraskipunin var Eyþór á guitar, Guðni Guðnason á harmoniku, Jón Sig- urðsson á bassa og Guðmundur Stein- grímsson á Bongo-trommur. Fyrsta lag- ið var Be-bop lag eftir Charlie Parker. Guitarinn var full sterkur og yfirgnæfði harmonikuna á köflum. Guðmundur lék vel á Bongo-trommurnar í þessu lagi. Næst kom „Night in Tunisia", eftir Gillispie, mjög skemmtilegt lag. Guðni átti góða harmonikusóló og guitarsólóin var frumleg og vel uppbyggð. „Bongo- logy“, eftir Eyþór kom næst, og var pað laglega gert lag, en dálítið deyfðarlega spilað. Síðasta lag þeirra var einnig FRAMH. á bls. 32. gazzlUiÍ 29

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.