Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 20

Jazzblaðið - 01.12.1950, Qupperneq 20
vilja koma einhverju á framfæri um landið. Og svo sagði ég þeim, að það væri engu kaldara hér heima en þar úti, og þá hlógu þeir. Hafa sennilega haldið að ég væri að gera að gamni mínu. Og eitthvað var það nú fleira. — Hvernig líkaði söngurinn og lögin hans Olivers? — Þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að þeim hafi líkað söngurinn vel, og þeir voru ásáttir um, að lögin gætu átt mikla framtíð fyrir sér, væru þau gefin út þar. Og gefin rétt út, þ. e. a. s. kæm- ust í hendur á aðilum, sem hefðu tæki- færi til að koma þeim á framfæri, en það er oft erfitt, hversu gott sem lagið annars er“. — Þú hefur náttúrlega komið með eitthvað af nýjum lögum? — Jú, það gerði ég, og mun ég reyna að kynna þau hér, þegar ég byrja aftur að syngja með hljómsveitum bæjarins. — Hvað heita þau helztu? — Ja, það eru svo mörg, sem koma til greina. „Silver Dollar“, „Gypsy Lullaby“, „I only have eyes for you“ og „My Christmas wish“, eru um þessar mundir þau vinsælustu þar úti. — Værirðu ekki til með að láta blaðið hafa textana af þeim til birtingar á Textasíðu jólaheftisins? — Jú, velkomið. — Hefurðu nokkuð hugsað þér að fara út aftur? — Ég veit nú ekki. Ef mögulegt er, þá mun ég gera það. Það er margt að læra, ef maður ætlar virkilega að gera söng að lífsstarfi. Ég komst í kynni við marga úti, er hafa nokkur ítök í músík- lífinu, svo að ef ég kemst út aftur, þá eru mér ekki öll sund lokuð, en ef til vill eru það aðeins dagdraumar. S. G. ATHUGASEMD vi5 athugasemd „NIKKARI“ SVARAR LORANGE Þar sem svo langt er liðið síðan at- hugasemd Aage Lorange við greinar- korni mínu í Jazzblaðinu frá því í sumar birtist, hefur ritstjóri blaðsins beðið mig að stytta örlítið athugasemd mína, sem átti að birtast í síðasta hefti, en kemur nú. Ég hef orðið við bón hans. Vil ég spyrja Aage Lorange, hve oft F. í. H. hafi haldið dansleiki í Sjálf- stæðishúsinu? Hve margir dansleikir hafi verið haldnir þar á vegum F. í. H. síðan Aage var kosinn formaður fjár*- öflunarnefndar? Hvernig hefur aðsókn verið að þeim dansleikjum? Hefur hún verið léleg, vegna þess að Aage hefur brugðið út af venju fjáröflunarnefndar með því að láta aðeins eina (sína) hljóm- sveit leika? í grein sinni segir Lorange hljóm- sveitin mig fara með atvinnui’óg og ósannindi, þar sem ég held því fram, að maður sem ekki hefur snert á bassa í 2—3 ár geti ekki neitt á hljóðfærið. Að það sé atvinnurógur, vil ég ekki viðurkenna, en vera má að það séu ósannindi, ég veit nefnilega ekki nema hann geti eitthvað pínulítið á bassa. En það var ekki deilefnið, heldur hitt, að Aage hefði heldur átt að ráða mann í þessa vinnu, sem hafði tekið próf inn í FIH á bassa, og þar að auki var einn ef ekki tveir bassaleikarar atvinnulaus- ir þá. Það hefði nefnilega verið að stuðla að góðri samvinnu innan félagsins, en hljómsveitin vill halda því fram, að ég 16 JcuMaM

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.