Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 22

Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 22
Eftir örn Ævar Markússon. Charlie Parker fæddist í Kansas City 29. ágúst 1920. Strax í bernsku heyrði hann ágæta jazzmúsík. Hann var þrjú ár í menntaskóla og lék á baritonhorn í skólahljómsveitinni. Þegar hann var 15 ára, gaf móðir hans honum altósaxófón, og tók hann þegar til að leika á hann. Fyrsta hljómsveitin, sem hann lék í fyrir utan skólahljómsveitina, var hljóm- sveit sú, sem Jay McSchann kom með til Kansas City 1937, og lék hann í henni af og til, en þess á milli í ýmsum hljóm- sveitum á staðnum; þar á meðal Harlan Leonard-hljómsveitinni. Ekki leið á löngu þar til hann fór til New York, en þótt hann dveldi þar í nokkra mánuði, lék hann ekkert þar í það skiptið. Það var ekki fyrr en hann fór þangað með Jay McSchann hljóm- sveitinni, að New York búar heyrðu í honum. Eitt kvöld lék með hljómsveit- inni maður að nafni John Birks Gille- spie, og áttu þeir Parker eftir að hitt- ast aftur. Hljómsveit McSchann lék aðallega „blúsa“ og skrifaði Charlie nokkur lög í þessum stíl fyrir hana og lék nokkrar sólóar inn á fyrstu plötur hljómsveitar- innar 1941 og ’42. Þegar á þessum plötum kom í Ijós, að Parker lék öðru vísi á altóinn en aðrir höfðu gert. Milli þess, sem hann lék í hljómsveit- inni í N. Y., lék hann með ýmsum ná- ungum, sem voru að spreyta sig á nýj- um hugmyndum, og þegar hann hætti hjá McSchann í Detroit og kom aftur til N. Y., lék hann í Minton með mönr.- um eins og John Simmans bassaleikai’a, Kenny Clarke trommuleikara og Thel- onious Monk píanóleikara, en þeir hafa lagt mjög mikið til myndunar bebops. í staðinn fyrir að Ieika gömlu standard- lögin eingöngu, léku þeir t. d. Cherokee“ og „All the things you are“, en hljóm- ana úr þeim lögum hafa bebopleikarar notað mjög mikið. Fyrst þegar hann lék í Minton’s í Harlem byrjuðu músíkantar að taka eft- ir honum. Kenny Clarke segir svo frá, að þá hafi Charlie leikið á altóinn líkt og Lester Young lék á tenór. Enda þótt stíll hans væri að breytast í algerlega per- sónulegan stíl, hlotnaðist honum ekki viðurkenning fyrr en nokkru síðar. Á þessum árum Iék hann með ýmsum mönnum, jafnvel lék hann í 9 mánuði með Noble Sissle, sem hafði negra- hljómsveit. Þeir léku nærri einungis dægurlög, og ekki er hægt að segja, að Parker hafi fengið mörg tækifæri þar, því að hann hafði sólóhlutverk í aðeins einu lagi allan timann. Þar lék hann einnig á klarinett, en hann hefur ann- ars gert tilraunir með flest öll blásturs- hljóðfærin, og í fyrstu hljómsveitinni, 18 jazzlUií

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.