Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 29
Cozy Cole, Jack Tcagarden, Louis Armstrong, Arvell Shaw, Barney Bigard og Earl Hines.
syngja sitt eigið lag Someday. Ég man
svar Glenn eins vel og það hefði verið
í gær: „Louis Armstrong er mestur
allra í tónlistarlífi okkar“. Trompet-
leikarinn Max Kaminsky segir: „Síðast-
liðin 25 ár hefur það sýnt sig, að Louis
Armstrong er sterkasti þátturinn í hinni
einu eigin list Bandaríkjanna — jazz-
inum“.
Auk þessa má m. a. nefna, að píanó-
leikarinn Joe Bushkin samdi lag í til-
efni afmælisins, er birtist í þessu „Down
Beat hefti. Lagið heitir „Back to Storey-
ville“ og hefur Armstrong hljómsveitin
leikið það inn á plötu. Ennfremur má
geta þess, að heilsíðuauglýsing, mjög
skemmtilega teiknuð, er í heftinu og
hljóðar hún þannig: „50 hamingjuóskir
til hins eina Louis“. Charlie Barnet,
Jimmy Dorsey, Louis Prima, Harry
James, Spike Jones og Roy Stevens.
Þetta er eins og sjá má, allt frægir
hljómsveitarstjórar.
Upphaf plötulista yfir allar plötur,
er Armstrong hefur leikið á, má og
finna þarna, og eru taldar upp plötur
hans frá 1923—26, en plötur þær sem
hann hefur leikið á skipta hundruðum.
Að síðustu skal þess getið, að Louis
skrifaði grein í þetta hefti Down Beat
og þakkar þar vinsemd þá, er honum
hefur verið sýnd, en þar segir hann
einnig: „Það hefur verið haft eftir mér
hitt og þetta um Be-bop, og fleira, sem
ég hef verið skammaður fyrir að hafa
sagt. . . .en hvert sinn sem við jazzleik-
arar hittumst, þá hefur vinskapurinn
verið í bezta lagi....en almenningur
hugsar: þessir náungar baktala og skrifa
svo illa hvor um annan, þeir hljóta að
vera svarnir óvinir. . . .hugsið ekki um
slíkt. .. .Við hljóðfæraleikarar erum all-
ir einlægir vinir....“.
$az:íUit 25