Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 25
Harmonikusíðan ■ Ritstjóri: Bragi Hlíðberg. VALDIMAR AUÐUNSSON * höf; „Astartöfra“ Fyrir nokkrum vikum efndi SKT til keppni um beztp danslögin eftir inn- lenda höfunda. Eins og flestum er kunnugt, þar sem nokkuð er liðið síðan þetta var, þá var höfundur verðlauna- lagsins Valdimar Auðunsson. Nú ætlar harmonikusíðan að kynna Valdimar fyr- ir lesendum blaðsins. Valdimar Auðunsson er fæddur að Dalseli undir Eyjafjöllum. Hann var um fermingu, er hann byrjaði að leika á harmoniku, og var hann brátt farinn að leika á skemmtunum í sveitinni. — Muna sennilega nokkrir eftir, að oft var tekið fram í auglýsingum, að Dal- selsbræður léku. Var það þá Valdimar og bróðir hans Leifur, sem nú er við söngnám. Ennfremur lék einn bróðirinn um tíma á trommur og systir þeirra lék ennfremur á harmoniku, sem þótti óal- gengt þá og þykir enn. Valdimar segist fljótt hafa byrjað að setja saman lög, en þau gleymdust flest aftur, því að ekki kunni hann að skrifa nótur. Hann vill nú helzt ekki minnast neitt á þessi lög sín, segir að hann hafi sett þau saman, þegar hann sat yfir ánum. Valdimar fluttist um tvítugt til Reykjavíkur og gerðist bifreiðastjóri. Hann lék þó oft fyrir dansi um helgar og hélt sér þannig við. Fyrir tæpum tveimur árum datt honum í hug lagið Ástartöfrar (sem þá var nafnlaust), og fannst það heldur betra en hin lögin sín. Hann lék það við og við, þar sem hann var fenginn til að leika fyrir dansi, og var honum hrósað mjög fyrir lagið. Honum kom samt aldrei til hugar að gefa það út eða neitt slíkt. Þegar SKT keppnin var tilkynnt, var Valdi- mar ekki í bænum og vissi hann ekkert um keppnina. Honum brá því í brún, þegar honum er sagt, að lagið hans hafi hlotið fyrstu verðlaun í undan- keppni.Róbert Þórðarson harmonikuleik- ari og undirritaður höfðu skrifað lagið niður, því að báðir höfðu lært það hjá Valdimar og sendu þeir lagið í keppn- ina. Ennfremur sendu þeir annað lag eftir Valdimar og hlaut það önnur verð- laun í fyrri undankeppni og fimtu verð- laun í úrslitakeppninni. Þegar úrslitakeppnin fór fram sat Valdimar og hlustaði í útvarpið og seg- ist hann ekki hafa trúað sínum eigin eyrum, er hann heyrði, að lagið hafi hlotið fyrstu verðlaun, því að aldrei fannst honum lagið vera það merki- legt. Lagið hefur nú verið gefið út og selst vel, því að það eru fleiri en þeir, sem voru í Góðtemplarahúsinu sunnu- dagskvöldið, sem keppnin fór fram, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.