Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28
LOUIS ARMSTRONG — Á R N AÐ H E I LLA — Svavar Gests tók saman. I júlíhefti þessa blaðs var nokkuð minnzt á fimmtugs afmæli trompetleik- arans og hljómsveitarstjórans Louis Armstrong. Hið ameríska tímarit Down Beat tileinkaði Louis allt júlí hefti sitt og eru í því fjöldi greina og heillaóska um hann, skrifað af þekktum jazzleik- urum, gagnrýnendum, framkvæmdar- stjórum hljómsveita og fleirum. Til gamans má geta þess, að nafn Arm- strong kemur fyrir á öllum síðum nema tveimur og allt í allt kemur það um 300 sinnum fyrir í blaðinu. Tuttugu og fjór- ar myndir eru í blaðinu af Louis ein- um eða með hljómsveitum þeim, er hann hefur stjórnað, og er myndin til hægri ein þeirra, en hún var tekin nú fyrir stuttu af hljómsveit þeirri, sem hann er nú með. Louis Armstrong er sá jazzleikarinn, er mestra vinsælda nýtur meðal starfs- bræðra sinna og kemur það glöggt fram í ummælum þeirra um hann í Down Beat, en nokkur þeirra fara hér á eftir. Um Armstrong segir Harry James m.a.: „Louis hefur alltaf kynnt það bezta í jazzmúsík. Hinn fullkomni smekkur hans hefur hrifið mig og heldur áfram að hrífa mig jafnvel enn meir en leikur hans“. Billy Butterfield, annar trompet- leikari, segir: „Louis Armstrong? Hvað get ég sagt um Louis annað en það, að hann er sá mesti? Og ég man ekki eftir, að mér hafi nokkurn tíma fundist ann- að“. Hljómsveitarstjórinn Woody Her- man, sem stjórnað hefur einni af hljóm- sveitum þeim, er mestum árangri hefur náð að leika nútíma jazz, er engu að síður hrifinn af Louis en þeir James og Butterfield, er hann segir: „Það leikur enginn vafi á, að hann hefur skýrt bet- ur en nokkur annar lífs eða liðinn hvað orðið ,,jazz“ þýðir“. Hinn ágæti ti'om- petleikari Charlie Shavers segir: „Hvað mér við kemur, þá er Louis mesta mikil- mennið, er jazzinn hefur nokkurn tíma átt“. Og hinn tekniski trommuleikari og duglegi hljómsveitarstjóri Gene Krupa segir þessi snjöllu orð: „Auðvitað hafa áhrif Louis komið fram í þróun hvers einasta hljóðfæris jazzhljómsveitarinn- ar. Og satt að segja, þá liggur aðal- mikilleikinn í frægð hans fimmtugs í því, að vita að enginn hljómsveit, hljóð- færaleikari eða söngvari getur farið með lag án þess að viðurkenna hina miklu skuld til hins frábæra brautryðj- anda — Louis Armstrong". — Bobby Iiackett trompetleikari, enn einn að- dáandi Louis, segir m. a. þetta, „eftir að hann er búinn að lýsa því hversu oft hann kom og hlustaði á Louis leika á næturklúbb einum í Hollywood: „Eitt kvöldið rakst ég á Glenn Miller þar út frá. „Hvað finnst þér?“ sagði ég um leið og Louis hafði lokið við að leika og 24 jazÁUií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.