Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 35

Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 35
Amerískar hljómsveitir heimsóttu landið og héldu hljómleika þegar að stríðinu loknu, en sá ljóður var á, að þær komu aðallega til að skemmta setulið- inu og fengu Þjóðverjar ekki aðgang. Fyrsta hljómsveitin, sem kom var Don Redman. Einnig vildi brenna við, að beztu þýzku hljómsveitirnar spiluðu að- eins á amerískum klúbbum, því þar var þeim miklu betur borgið, og nutu þeir um leið margs konar hlunninda. Þær léku hina beztu jazzmúsík, og eru með- limirnir varla mikið yfir tuttugu ára gamlir. Þar sem Þjóðverjar fengu ekki aðgang, hefur mér enn ekki tekizt að hlusta á Kurt Edelhagen, en hann hefur fram að þessu aðeins leikið fyrjr amer- íkumenn. Útvarpið á að sjálfsögðu virkan þátt í kynningu jazzins. Um 50% af útsend- ingum amerísku og ensku stöðvanna AFN og BFN í Munich og Hamborg eru helgaðar jazz. Ennfremur flytur þýzki útvarpsþátturinn „Midnight in Munich“ hlustendum sínum jazz þrisvar í viku. Nokkra aðra vinsæla jazzþætti er einnig um að ræða. Áður en ég held lengra, vil ég geta nokkurra fremstu jazzleikaranna. James Kok er með stóra hljómsveit, sem líkist hinni ágætu hljómsveit Edelhagen að nokkru. Kok var stríðsfangi í Englandi, þar sem hann stofnaði hljómsveit sína með jafn ágætum mönnum og Fred Bunge (trompet), Delle Hanesch (sax), Teddy Paris (trommur) og Max Bulter- mann og Erich Well (trombónar). En Kok missti fljótt alla beztu menn sína til Edelhagen. Hvað viðvíkur litlum hljómsveitum, þá má nefna kvintett Helmuth Zacharias, sem er í líkum stíl og Asmussen kvintettinn. Trommuleik- arinn Freddy Brocksieper er með góða hljómsveit í Munich og þar eru einnig Max Gregor, Charlie Tabor og Rolf Schneebiegel með hljómsveitir. í Frank- fort má finna Carlo Bohlánder (trom- pet), Otto Jung (bassi), Lippmann (trommur), Freichel (Vibrafónn og trompet) og Khun (píanó og harmon.). Jazzklúbbar spretta upp eins og gor- kúlur á haug, en því miður skortir á samvinnu milli þeirra og ber mikið á afbrýði og skaðvænlegri samkeppni. — Auk þess er oft erfitt fyrir klúbba á hinum mismunandi hernámssvæðum að hafa samband sín á milli. Á brezka her- námmsvæðinu í Berlín er klúbbur, sem hefur m. a. haldið margar vel heppnaðar jam-sessionir og var amerískri trompet- leikarinn Rex Stewart með á einni þeirra. Fyrir rúmu ári gat ég komið því til leiðar, að Bill Coleman, Don Byas og Inez Cavanaugh héldu hljómleika á brezka hernámssvæðinu, en þau höfðu verið í París. Ennfremur hélt Coleman Hawkins hljómleika á vegum Mai’k White hjá AFN, en hann fékk slæma blaðadóma. Nokkru síðar heppnaðist mér að koma því í kring, að sænska hljómsveitin Thore Erling lék í Ham- borg, með hinum ágætu einleikurum Arne Domnerus og Gösta Turner. Manni gefst ekki kostur á að sjá am- erískar myndir, en þó hafa nokkrir, sem eru vinveittir amerískum hermönnum fengið aðgang að myndum eins og hinni frægu jazzmynd „A song is born“. — Tvær þýzkar myndir hafa verið gerðar, sem nefndar hafa verið jazzmyndir, en þær hafa verið misheppnaðar. Að lok- um má svo nefna eina franska mynd með hinni frægu hljómsveit Ray Ventura, en ^azzlfaíií 31

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.