Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 39

Jazzblaðið - 01.12.1950, Side 39
konar alþjóðlegur samkomustaður og var málað utan á hósveggina, að þar væru töluð flest heimsmál, og var það satt. Varð Grettir á mjög skömmum tíma vinsæll í Nýhöfninni, og átti hann það leik sínum að þakka. Hann var brátt talinn einn bezti nikkari þar um slóðir, og gekk hann undir nafninu „Usse“, eða bar Islændingen. O, han er saa söd og han kan ikke snakke dansk, sögðu þær. Steini Steingríms og ég vorum eitt kvöld að slæpast úti og lá leið okkar inn í Ráðhúskjalarann. Sá staður er ekkí langt frá Ráðhúsinu, og er kjallar- inn uppi á fyrstu hæð, en gengið í gegn- um annan, sem er undir. Þ. e. a. s. það er gengið í gegnum sjálfan kjallarann til að komast upp. Tókum við okkur sæti skammt frá öðrum flyglinum og báðum um Carlsberg. Glamrari var að dúlla á þann flygilinn, sem fjær var, og ég benti Steina á, að hann skyldi fara og athuga flygil nr. tvö og gerði hann það strax. Gekk það vel og horfði fúskarinn á Steina, og var auðsjáanlega steinhissa, og síðan lék Steini nokkur lög einsamall og hinn var þá staðinn upp og farinn að hlusta. Þjónarnir voru nú farnir að veita nýja píanistanum eftirtekt, og negrarnir, sem sátu skammt frá okkur, voru farnir að iða eins og þeim er tamt, þegar þeir heyra jazz. Kom þá einn þjónanna og fór að spjalla við okkur, og hafði hann m. a. verið þjónn á Hressingarskálanum í Reykjavík eitt sinn, og varð mjög hrif- inn, þegar hann heyrði að við vorum íslendingar, og vildi hann eftir það allt fyrir okkur gera. Sagði hann okkur, að tríóið sem þarna hefði spilað, væri nýlega hætt, og nú vantaði þrjá menn. Talaði hann við kjallarameistarann og var Steini ráðinn í hvelli, en það var sett sem skilyrði, að hann útvegaði tvo menn með sér, sem skyldu leika á bassa og gítar. í Ráðhúsakjallaranum hafa mai’gir allfrægir menn leikið fyrr og síðar og er hann einn af þeirn fáu stöðum, sem ætíð er leikinn jazz. Á níu eða tíu búll- um í Höfn vil ég segja að séu bai'a leik- in dægui’lög eða hyggemusik eins og Danir kalla það, og eru það allslags slag- arar og gætir þar mikið þýzkra áhrifa. Hins vegar eru þeir staðir ekki séi'lega margir, sem eingöngu láta leika jazz. Mátti því segja, að Steini fengi þarna gott boð, en því miður auðnaðist hon- um ekki að fá meðleikai’a, og þriðja kvöldið, sem hann lék þarna einsamall kom Dani með tvo menn með sér og bolaði Steina í bui'tu. Var það þó auð- skilið, þar sem hann var útlendingur og danskir hljóðfæi'aleikai'ar hafa einnig sín samtök, sem ekki leyfa að út- lendingar fari of langt í þeim sökum. Eftir það spilaði Steini á möi'gum stöð- um, en aldi’ei sem fastur maður. Var að lokum búinn að fá loforð fyrir bissniss, en það byi'jaði ekki fyrr en í september, en þá var hann farinn heim aftur. JajjútaM er vinoœlasta blað unga iólksins. Flytur ijolbreyttai greinar um er- lenda sem innlenda jazzleikara. Sérstakar irétta- spurninga- texta- og harmonikusíður. jazMaM 35

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.