Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 27
BANDARÍKIN Al Killian trompetleikari, sem m. a. hafði leikið með Ellington í Evrópuför hans, var myrtur í Los Angeles fyrir fáum vikum. Morðinginn var nýlega kominn úr fangelsi, þar sem hann hafði setið í mörg ár fyrir morð. Hann reidd- ist Killian eitthvað í sambandi við kven- mann, er var með Killian, og endaði með því að drepa þau bæði. A1 Killian var aðeins 34 ára gamall og í hópi beztu trompetleikara Bandaríkjanna. — Oscar Pettiford bassaleikari er nú byi’jaður að leika jazz á cello. Hann er með eigið tríó, sem vekur alls staðar mikla eftir- tekt. — Benny Goodman hefur komið fram með kvartett í sjónvarpi undan- farið. Með honum hafa verið vibrafón- leikarinn Terry Gibbs, trommuleikar- inn Terry Snyder og Teddy Wilson á píanó. Samstarfið milli þeirra Goodman og Wilson er ágætt og rifja þeir upp margt frá hinum „gömlu góðu tímum“, er Wilson var með Goodman. — Dizzy Gillespie og Charlie Parker léku ný- lega inn á nokkrar plötur fyrir „Mer- cury“. Þeir hafa ekki heyrzt saman á plötu í nokkur ár. Með þeim voru Thel- onius Monk á píanó, Curly Russel á bassa og Buddy Rich á trommur. SVÍÞJÓÐ Gösta Theselius hefur verið beðinn um að gera nokkrar útsetningar fyrir Stan Kenton. Fyrstu tvær útsetning- arnar verða fyrir sinn hvora Kenton- hljómsveitina. Danshljómsveit þá, sem Kenton er nú með og „concert“ hljóm- sveitina, en það er danshljómsveitin, að viðbættum 16 strengjahljóðfærum og og fjórum blásturshljóðfærum. Sænsk- ur hljómsveitarstjóri mun setja saman hljómsveit til að leika í hinum vinsæla stað „Wivex“ í Kaupmannahöfn að sumri. — „All-star“ hljómsveit frá Finnlandi kemur til að halda nokkra hljómleika um mánaðarmótin nóv.-des. Benny Aaslund. INNLENT Jazzhljómleilcar voru haldnir á veg- um Jazzblaðsins þann 8. nóv. Sjá nánar grein og myndir af hljómleikunum á öðrum stað í blaðinu. Jazzþátturinn er nú aftuv byrjaður í útvarpinu. Jazz- klúbbur íslands sér um þáttinn, og er það ósk hans, og jafnframt Jazzblaðs- ins, að jazzáhugamenn úti á landi sendi blaðinu eða klúbbnum bréf og láti í ljós álit sitt á þættinum. Haukur Morthens er kominn heim frá Englandi og birtist viðtal við hann á öðrum stað í blað- inu. — Kristján Kristjánsson er farinn að leika á barytón-saxófón með hljóm- sveit sinni, og er það skemmtileg ný- breytni. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.