Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 27
BANDARÍKIN
Al Killian trompetleikari, sem m. a.
hafði leikið með Ellington í Evrópuför
hans, var myrtur í Los Angeles fyrir
fáum vikum. Morðinginn var nýlega
kominn úr fangelsi, þar sem hann hafði
setið í mörg ár fyrir morð. Hann reidd-
ist Killian eitthvað í sambandi við kven-
mann, er var með Killian, og endaði
með því að drepa þau bæði. A1 Killian
var aðeins 34 ára gamall og í hópi beztu
trompetleikara Bandaríkjanna. — Oscar
Pettiford bassaleikari er nú byi’jaður að
leika jazz á cello. Hann er með eigið
tríó, sem vekur alls staðar mikla eftir-
tekt. — Benny Goodman hefur komið
fram með kvartett í sjónvarpi undan-
farið. Með honum hafa verið vibrafón-
leikarinn Terry Gibbs, trommuleikar-
inn Terry Snyder og Teddy Wilson á
píanó. Samstarfið milli þeirra Goodman
og Wilson er ágætt og rifja þeir upp
margt frá hinum „gömlu góðu tímum“,
er Wilson var með Goodman. — Dizzy
Gillespie og Charlie Parker léku ný-
lega inn á nokkrar plötur fyrir „Mer-
cury“. Þeir hafa ekki heyrzt saman á
plötu í nokkur ár. Með þeim voru Thel-
onius Monk á píanó, Curly Russel á
bassa og Buddy Rich á trommur.
SVÍÞJÓÐ
Gösta Theselius hefur verið beðinn
um að gera nokkrar útsetningar fyrir
Stan Kenton. Fyrstu tvær útsetning-
arnar verða fyrir sinn hvora Kenton-
hljómsveitina. Danshljómsveit þá, sem
Kenton er nú með og „concert“ hljóm-
sveitina, en það er danshljómsveitin, að
viðbættum 16 strengjahljóðfærum og
og fjórum blásturshljóðfærum. Sænsk-
ur hljómsveitarstjóri mun setja saman
hljómsveit til að leika í hinum vinsæla
stað „Wivex“ í Kaupmannahöfn að
sumri. — „All-star“ hljómsveit frá
Finnlandi kemur til að halda nokkra
hljómleika um mánaðarmótin nóv.-des.
Benny Aaslund.
INNLENT
Jazzhljómleilcar voru haldnir á veg-
um Jazzblaðsins þann 8. nóv. Sjá nánar
grein og myndir af hljómleikunum á
öðrum stað í blaðinu. Jazzþátturinn er
nú aftuv byrjaður í útvarpinu. Jazz-
klúbbur íslands sér um þáttinn, og er
það ósk hans, og jafnframt Jazzblaðs-
ins, að jazzáhugamenn úti á landi sendi
blaðinu eða klúbbnum bréf og láti í ljós
álit sitt á þættinum. Haukur Morthens
er kominn heim frá Englandi og birtist
viðtal við hann á öðrum stað í blað-
inu. — Kristján Kristjánsson er farinn
að leika á barytón-saxófón með hljóm-
sveit sinni, og er það skemmtileg ný-
breytni.
23