Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 24
sem bebop kom fram i, Earl Hines hljómsveitinni, lék hann á tenór. Á því stóð þannig, að Earl hafði langað til að fá Parker til sín strax 1942, en kunni ekki við að taka hann frá Jay, svo að ekki varð úr því fyrr en 1943, og var þá ekki neitt altósæti laust, svo að Earl keypti handa honum tenór. Þó að Earl sé sjálfur af gamla skól- anum, gaf hann mönnum sínum frjáls- ar hendur til að reyna nýjar hugmyndir. Auk Parkers voru í hljómsveitinni trom- petleikararnir Dizzy Gillespie og Little Benny Harris, og fundu þeir þrír upp margt skemmtilegt saman. Þessa mánuðina var á plötubann í Bandaríkjunum og lék hljómsveitin ekki inn á neinar plötur. Það munu menn alltaf harma, því að það, sem þeir voru að reyna sig við, var snar þáttur í myndun bebops. Eftir næstum ár hjá Earl, hætti hann þar og lék í stuttan tíma með Cootie Williams og Andy Kirk, og 1944 var hann með fyrstu hljómsveit Billy Eck- stine á ferðalögum hennar. Þegar hann fór þaðan, lék hann í 52. stræti með Ben Webster, Dizzy og með eigin hljómsveit í Three Deuces. Með honum var 18 ára trompetleikari, Miles Davis að nafni. Síðan fór hann aftur til Dizzy og fór með honum til Californiu og varð þar eftir, þegar Dizzy fór aftur austur. Þar veiktist Charlie og fór á spítala, en áður lék hann inn á nokkrar plötur, sem heppnuðust miður vel. Meðal þeirra er „Lover Man“, gefin út undir hans eigin nafni, og ef einhver skyldi heyra þá plötu, skal sá hinn sami hlusta á hana með það í huga, að Parker sjálfur vildi, að hún hefði aldrei verið gefin út. Þrátt fyrir það er hún „kopieruð“ mjög af ungum altóistum um allan heim. Þegar hann yfirgaf spítalann, hafði hann aftur náð hinni alkunnu snilli sinni og fór brátt aftur til 52. strætis og vann hylli allra þar á ný. Síðan hefur hann leikið í all-star hljómsveit á Royal Roost og ferðast um með hljómleikaflokki Norman Granz, „Jazz at the Philharmonic“. Upp á síðkastið hefur hann verið með hljómsveit á Birdland, en sá stað- ur heitir eftir honum, því að auknefni hans er Bird. Hljómsveit þessi er frá- brugðin öðrum, að því leyti, að hún er mestmegnis skipuð strengjahljóðfærum. Slíkar hljómsveitir virðast vera farnar að tíðkast þar vestra, því að nýverið var Joe Buskin píanóleikari að stofna strengjasveit og Oscar Pettiford leikur á cello í eigin tríói. Áður fyrr var þetta mjög sjaldgæft og þá helzt aðeins á plötum, t. d. lék Artie Shaw inn á eina 1936 og Barney Bigard á tvær 1944. Annars eru þetta ekki einu breyting- arnar á hljóðfæraskipun, sem komið hafa fram nýverið, t. d. hefur Miles Davis hljómsveitin bæði innihaldið wald- horn og túbu. Ekki er hægt að segja, að neinn einn maður hafi haft áhrif á stíl Parkers. Hann hefur hlustað á fjölda jazzleikara. Fyrst t. d. Herschel Evans og Lester Young, sem voru með Count Basie, Chu Berry og á tenórleikara Andy Kirks, Dick Wilson. Hann dáist mjög að Johnny Hodges, Willie Smith, Benny Carter og alveg sérstaklega altóleikar- anum Buster Smith, sem útsetti mikið fyrir Count Basie hljómsveitina. Svo þegar hann kom til New York, hlustaði FRAMH. á bls. 22. nO 0 // (■( fýa-zhl (l()l()
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.