Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 2

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 2
338 ÚTVARPSTIÐINDI éúffi&ÓSa Jólanótt. Þessa njólu alinn er englasjóli fagur. Lands um bólin ljóma fer ljúfur jóladagur. HeiÖríkja. Iláleit prýðir linattamergð himins fríða geyminn- Listasmíð af guði gerð géislum prýðir lieiminn. Skammdegi. Veðraslagur fegurð fól, foldin þoldi raunir. Lifnar liagur, ijóma jól, lengist dagur, hækkar sól. Ágúst L. Pétursson. Bölsýnismanninum líður illa, þegar honum líður vel, af ótta við að honum muni líða ver, þega'r honum líður betur. Bjartsýnismanninum líður hinsvegar vel, ])egar lionum líður illa af voninni um, að honum muni líða hetur, þegar hon- um líði ver. Kominn heim. — Miðstöð! Vi . . . . viljið þér gefa mér 7377? -— Ekki liægt herra minn. Þér hringið þaðan. — Þa-það er alveg ágætt, þá er ég víst ko . . . kominn heim. Slilnir vasar. Konan: (gerir við buxur af manni sín- um). Það er annars merkilegt, hvað þú slítur vösunum á buxunum. Maöurinn: Það er af því að ég þarf svo oft ofan í þá til að leita að pening- um handa þér. Læknirinn (við sjúklinginn): Hvern- ig líður yður? Sjúklingurinn: Takk fyrir. Mér líður ÚTVHRPSTÍÖINOI (8- árg. 15.—16. liefti). koma út hálfsmánaðarlega. Árgang- urinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Útgefandi: H.f. Illustandinn. Prentað í prentsmiðjunni „Fróði“. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhj. S. Vilhjálmsson, Þorsteinn Jósepsson. betur en seinast. En mér líður ekki eins vel og mér leið vel, áður en mér leið svona illa, eins og mér líður núna. Hugkvæmni. Fyrir hér um bil mannsaldri síðan störfuðu margir ungir menn að vegagerð í Eyjafirði. Bjuggu þeir í tjöldum, og var þeim smám saman sendur matur frá heimilum sínum. Bar þá oft við, er ein- hver þeirra fékk góðan mat sendan, að samverkamennirnir gerðust djarftækir til lians og hirtu lítið um eignarrétt á vörunni. Unglingspiltur einn í hópnum, sem var fremur hlédrægur og fálátur, fékk einn daginn nokkra girnilega og góða kjöthita lieiman að, og varð hann þess var, að félagar hans litu bitana hýru auga. Tíndi hann þá bitana upp úr ílátinu að félögum sínum ásjáandi, sleikti hvern þeirra vandlega utan og raðaði þeim síðan niður aftur. Spyr þá einn viðstaddur, hvað þessi ineð- ferð á kjötbitunum eigi að þýða. „Ég er að assúrera þá“, svaraði pilturinn. Kveöiö viö vígzlu beitiskúrs á Siglufiröi. Nú er hjart í beituskúr blikar skartið kvenna. Flýja artir fjötrum úr finnst mér hjartað brenna- Var lilblindur. Góðan daginn Brun! — Ég heiti Grön, en ekki Brun- —• Afsakið þér, ég er lit- hlindur.

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.