Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Blaðsíða 8
344
ÚTVARPSTÍÐINDI
einskonar leynillegur ritskoðari, án þess
að Björnson liafi hugmynd um það, og
lætur hún bréfspjöldin hverfa í kyrrþey,
ef Björnson hefur verið of stórorður.
í jafnmilli kyrrþey lætur hún þau bréf
liverfa, sem eru allt of móðgandi fyrir
Björnson. Dag nokkurn varð Björnson
mjög undrandi, þegar hann frétti að
nokkur bréf hans liefðu aldrei komið til
skila. „Það er nú ljóta ringulreiðin á
póstinum hérna í Noregi“, sagði hann.
„Já, ástandið er ekki gott“, svaraði frú
Karólína, um leið og hún réði honum
frá því að skrifa skammargrein um sleif-
ariagið á póstmálunum, þar með var
málið útrætt.
Þegar Björnson hefur lesið póstinn,
fer liann að Jíta eftir búskapnum, en
það gerir hann daglega. Og þegar hann
hefur borið saman ráð sín við ráðs-
manninn, gengur liann út á akra og engi
og lítur inn í gripahúsin- Oft ber liann
exi eða reku í hendinni, því hann hegg-
ur visnar greinar af trjánum eða rífur
steina upp úr ökrunum. Úg hefi einnig
séð hann hamast við uppskeruna, svo
að svitinn Iiogaði af honum. Lífsorka
lians er ódrepandi. Hann hatar iðjuleysi.
Og vei þeim kaupamanni sem Björnson
sér ganga iðjulausan, það verða ekki
eintóm sólskynsorð, sem hann velur
þeitn syndasel. Það eru engar ýkjur þó
sagt sé um Björnson, að mesta gleði, sem
honum hlotnaðist, var að sjá náttúruna í
fullum blóma, að sjá ávöxt sinna eigin
athafna. Kvöld nokkurt, þegar hann var
að sýna gestum sínum nýplægða akur-
spildu sagði hann: „Til þessa erum við
mennirnir skapaðir. Ilver sá, sein eklci
vinnur að landbúnaðarslörfum, vísar á
bug Jiollustu og ófölskustu gleði, sem til
er. Akuryrkjjan er mér kærust af öllum
landbúnaðarstörfum, og mér þykir jafn-
vel vænna um hana, en bækurnar mín-
ar“. Og hann bætti viö: „Þegar öllu er
á bolninn hvolft, er ég fádæma ham-
ingjusamur maður. Ég liefi öðlast margt
af því, sem ég óskaði mér í æsku- Þegar
ég var ungur stúdent, dáðist ég að stóru
bændabýlunum og fallegu hestunum. Ég
óskaði mér einskis fremur en að eignast
slíkt stórbýli og aka tvíeyki. Og nú lief-
ur mér orðið að ósk minni . . .“ Og víst
er um það, að aldrei gleymir Björnson
skepnunum og dýrunum, þegar hann er
í hinni daglegu eftirlitsgöngu sinni. —
Björnson er ákafur dýravinur, og fara
margar lijartnæmar sögur af því.
Dag nokkurn sá hann, að lítill fugl
hafði gert sér lireiður rétt fyrir ofan
aðaldyrnar á Auestad. Hann gerði sér
þá lítið fyrir og læsti hurðinni og bann-
aði öllum stranglega að koma nálægt
dyrunum, meðan fuglinn lægi á. öðru
sinni var uppi fótur og fit í Aulestad,
Björnson var algjörlega liorfinn og hafði
ekki sést snefill af honum í nokkurn
tíma, að lokum fannst hann úti í hænsna-
kofa- Það liafði verið lceyptur nýr hani,
og þar stóð Björnson, til þess að sjá um,
að gamli haninn gerði ekki út af við
liann. Hanarnir áttu að venjast liver öðr-
um og verða síðan vinir. En svo fór þó
ekki, þrátt fyrir umhugsunarsemi Björn-
sons. Gamli haninn fór alveg halloka
fyrir hinum unga samherja sínum og
var að lokum svo illa á sig kominn, að
frú Karólína Björnson lét högyva hann
og matbúa, án þess að Björnson vissi.
Þegar hann var á borð borinn, snerti
Björnson ekki við matnum. Frú Kar-
ólína spurði hann þá hvort liann væri
veikur. ,,Nei“, sagði Björnson. „Ég er
ekki veikur, en maður borðar aldrei
gamla vini sína“. Hér er eitt dæmi í við-
bót, sem sýnir vel kærleika Björnson i
garð dýranna, — þó kærleikurinn hafi
ekki verið endurgoldinn í þetta skipti.
Það var dag nokkurn, að Björnson sá
sér lil mikillar gremju, livar geithafur
nokkur var tjóðraður langt í burtu frá
liinum skepnunum. Hann spurði þá
hvers vegna hafurinn væri látinn dúsa
þarna, og fékk það svar að hafurinn réð-
ist á alla, sem hann næði til. „Það kem-
ur af því, að það er ekki farið nógu vel
að honum“, svaraði Björnsson- „Hér
hímir hafurinn og hefur einu sinni ekk-
ert að eta“, þvínæst tók hann heytuggu
og gekk til hafursins, sem öllum til mik-
illar undrunar át með beztu lyst ú”
hnefa Björnsons, og var hinn vinalegasti.
Björnson ljómaði af gleði. „Þarna getið
þið séð, að ég liefi rétt fyrir mér“, sagði