Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Síða 11

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Síða 11
ÚTVARPSTIÐINDI. 347 Fredrekshavn um það bil tvær bæjar- leiðii- þaðan. Þenna spotta fór Björnson með gömlum járnbrautarræfli, sem tafðist langa lengi við hvern viðkomustað, og allsstaðar hitti hann fyrir sér gamla kunn, ingja, sem hann langaði til að rabha við. „Komið með mér til Jonasar Lie, ég á heimboð lijá honum“. Þegar Björnson kom um síðir heim til Jonasar, sá frú Thomasína, sér til mikillar skelfingar, að hann var ekki einn, heldur í broddi mannfylkingar, sem í voru 14 fílaldir karlmenn, flestir stjórnmálamenn og all- ir glorhungraðir. Ekki kom Björnson til liugar, að þetta gæti valdið húsfreyjunni nokkrum kvalræðum. Nýlega var því haldiö fram í greinar- korni, sem skrifað var um Björnson, að tekjur lians liefðu sjaldnast lirokkið til daglegra þarfa. Þetta er að vísu sann- leikur, en ekki án undantekninga- 1 æsku voru fjárhagsörðugeikar hans mikl- ir, en seinna urðu kjörin betri. Efnaður varð Björnson aldrei og átti það rót sína að rekja til höfðingsskapar hans. Það þurfti ekki fallegt agn til þess að hann biti á, þegar um peningavandræði var að ræða. Þegar kona nokkur sagði honum með grátblandinni röddu frá 12 munaðarlausum börnum, dró hann þegj- andi og hljóðalaust pyngjuna upp úr vasanum og rétti henni stóra seðlafúlgu. Þetta og annað slíkt gæli bent til þess að mannþekking hans væri ekki mikil. Getur það verið? Svarið hlýtur að vera að mannþekking lians var mikil og oft nærri því skyggn, þó hún gæti brugðist, en hjartaþel hans brást aldrei. Og það er eingöngu vegna hjartalags hans, að síðasti þátturinn í mörgum leikritum hans, og síðasti kaflinn í mörgum bók- um hans eru baðaðir sólskyni um of, það olli honum mikils sársauka þegar hann neyddist til að láta einhverja bók sína enda sorglega. Einu sinni þegar þannig var ástatt, það var þegar hann var að skrifa fyrri hluta bókarinnar „Over Evne“, kallaði hann á frú Karó- línu, innan úr vinnustofu sinni. „Hún verður að deyja“, sagði hann, og átti þá við höfuð-kvenpersónu bókarinnar, Klöru Sang, ég get ekki bjargað lienni“. Og tárin hrundu niður kinnar hans. Þegar öll kurl koma til grafar, þá er myndin af Björnson, þar sem liann e ímynd leiðtogans og liins bardagafúsa höfðingja ekki allsendis rétt. Björnson var ótal inargt annað en frain kemur í myndinni- Hann var meðal annars mað- urinn, sem fremur öllum öðrum trúði hið góða með mönnunum. Og barðist liann sleitulaust í krafti þessarar trúar. Vegna þessarar trúar, varð hann fyrir sárari vonbrigðum, en flestir aðrir. En vonbrigðin gátu þó aldrei yfirbugað hann til fulls. Það var eins og geisla- baugur ljóss og öryggis stæði ætíð um liann, og á þennan geislabaug gat ekkert skyggt til lengdar. Trúnaðartraust lians, var í senn blandað einhverju mannlegu og barnslegu. Að þessu leyti er lýsingin í mesti maður og stærsta barn Noregs, rélt. En maður, sem elskaði réttlætið, eins og hann gerði, hefði fljótlega orðið þreyttur og hryggur í vorum heimi, ef hann hefði ekki varðveitt hið barnslega trúnaðartraust sitt. Hver sá, sem ekki aðeins þekkir hinn dýrmæta skerf, sem Björnson lagði til bókmennta og stjórnmála, heldur hlotn aðist sú hamingja, að kynnast honum sjálfum, rnun vera sammála mér í því. að réttasta lýsingin á Björnson, felst í þessum orðum: Maðurinn sem elskaSi rétllætiS. Per Björnson-Soot. Gerir ekkert. Hvernig líður bróðir yðar; ég heyrði sagt, að hann væri að reyna að útvega sér opinbera stöðu nýlega. Hvað gerir hann nú? — Ekkert. Hann fékk stöðuna, var svarið. Notaðu þá hæfileika, sem þér eru gefn- ir, en blektu þig ekki, með þeim, sem ])ú hefur ekki yfir að ráða. Segir þú alllaf sannleikann, þá þarftu aldrei að muna neitt. Mark Twain.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.