Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Síða 14
350
ÚTVARPSTÍDinDI
inu, og hún snerist ekki. Næst Meiða-
velli, þar við veginn lá reiðhjól, sem
ekki snerist heldur. En Jóel á Tóvegg
var að fara með ullina sina austur fyrir
á og fór hægt. Við gátum samt farið
hægar, með því, að setjast niður, svo
hann varð sæll.
Þá er Byrgi. Þar var matur. Fiskaboll-
ur svo pipraðar, að okkur sveið langt
út fyrir tún. Fyrirtaks rabbarbaragrautur
og ka'ffi á eftir-
Tjölduðum sunnan við fjárhús í rign-
ingu.
Rigning um kvöldið, rigning um nótt-
ina, rigning um morguninn. Rigning á
sunnudaginn. Aldrei þurrt, aðeins mis-
jafnlega blautt. Keyptum morgunkaffi
heima í Byrgi. Gengum síðan inn í
Byrgið, þá var minna blautt. Fóruin þó
ekki nema inn fyrir eyjuna. Síðan heim
í tjald og átum. Lugum síðan um stund
hvor í annan. Sváfum síðan um stund.
Drukkum kaffi um stund. Sváfum aft-
ur um stund- Átum síðan litla stund.
Gengum síðan út um stund og heim að
Byrgi, þar var okkur boðið kaffi. Drukk-
um það og dvöldum þar inni um stund.
Gengum síðan út í tjal.d 0— IösIjjtusI
Klettar viS Jökulsá.
Svínadalur.
fyrir. Sofnuðum. Ég svaf langa stund en
Ásmundur stutla — að eigin sögn.
Vöknuðum klukkan scx á mánudags-
morgun. Þá var rigningarlaust. Hituð-
um og drukkum kakaó og lögðum síðan
bagga á bak og tjald i hönd og örkuðum
sem leið liggur upp hjá Ási og svo fram-
vegis. Þá fór að rigna — og okkur fannst
það vera að verða svart, maður. Héldum
þó áfram suður að Hljóðaklettum. Tjöld-
uðum þar og átum- Skoðuðum okkur
samt fyrst um í Idukkustund. Meðan við
vorum að borða, skein sólin á tjaldið
í tvær mínútur og þrjátíu og sex sek-
úndur. Það var allt sþlskinið þann dag-
inn. En það varð til þess, að við ákváð-
um að skilja tjaldið og draslið eftir og
ganga lausir áfram suður i Hólmatung--
ur. Hvað við og gerðum, með viðkomu
í Svínadal.
Þar hittum við Pál bónda Jónsson, er
þar býr einn, utan hvað eitt svart hund-
kvikindi hefst þar við með honum. Sæk-
ir Páll mat, sem sendur er austan yfir
Jökulsá á streng frá Hafursstöðum einu
sinni i viku.
f Hólmatungum höfðum við eilitla
dvöl til umskoðunar, en snerum síðan
útleiðis aftur og komum mátulega heim
í tjaldið í kvöldmatinn, er við neyttum
með þakklátu og frómu hjartalagi, enda
var lystin orðin góð.
Að máltíð lokinni gengum við enn um
klettana nokkra hríð og leizt okkur þeir
margir, undra miklir og haglega gerðir,
og það jafnvel svo, að þeir höfðu manna
mál og svöruðu, ef á þá var yrt. Nokkuð
mun þá þó hafa skort hugkvæmni, því