Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Side 15
ÚTVARPSTIÐINDI.
351
aðeins átu þeir eftir það, er við þá var
mælt.
Á leiðinni frá Hljóðaklettum suður í
Hólmatungur iná sjá margar kynjamynd-
ir í klettum og fjölbreytni í gróðri-
Má hér sjá eina þá mynd, er þar ber
fyrir augu. Sér hér í norður eftir Jök-
ulsá og kletta nokkra beggja megin henn-
ar, litlu sunnan við Hljóðakletta.
Sömuleiðis má hér sjá fingur tvo, er
réttast upp í loftið á eyrinni vestan Jök-
ulsár, einnig skammt sunnan Hljóða-
kletta. Eru þeir furðulega miklir og
tröllslegir, svo að nema mundi hæð
turna stærstu kirkna.
Þriðjudagsnótt dvöldum við í tjaldi
okkar í Hijóðaklettum, í góðu yfirlæti.
Á þriðjudagsmorgun skoðuðum við enn
þessa undra-klettaborg, og hefðum get-
að haldið því áfrain dögum og yikum
saman, og þó séð alltaf eitthvað nýtt.
Við lögðum samt af stað til baka
klukkan rúmlega níu og gengum sömu
leið og við komum, út á móts við Ás-
byrgi innarlega. Þar beygðum við vestur
á brún Byrgisins. Var þaðan undra til-
komumikið og vítt yfir að líta.
Við gengum síðan norður Byrgisbrún-
ina og komum í Byrgi klukkan hálft eitt.
Borðuðum- Gengum Austur að Jökulsár-
brú og rædduin við hliðvörðinn um
stund. Þá til baka. Drukkum kaffi. Sett-
umst síðan út í tún í sólskini og blíðu
og biðum Austfjarðabílsins, sem við
ætluðum að komast með til Húsavíkur.
Kiktum út á Sandana, hvar hillingar
bar liátt á loft. Var að sjá eins og risa-
skógur teygði sig þar upp úr hafinu og
upp úr honum hingað og þangað að sjá
sem stærðar hallir með súlum og turn-
um og allskonar kynjamyndum.
Klukkan hálffimm komu þrír Aust-
fjarðabílar, allir fullir. Sátum við á
palli eins þeirra niður í Lindarbrekku,
en þar losnuðu sæti, svo við komumst
inn.
Komum heim klukkan hálfátta og
þóttumst hafa gert góða ferð — þrátt
fyrir allt.
Stórmerkilegt rit um
ÓDÁÐAHRAUIM
eftir Ókf Jónssoa á Akureyri-
Ritið er í þremur bindum,
um 1300 blaðsíður, í sama
broti og Söguþættir land-
póstanna — og í því eru
um 300 myndir.
Þarna fá menn í einu riti land-
fræðisögu og landafræði Odáða-
hrauns og Mývatnsöræfa, jarð-
sögu, sagnir um eldvörp, hraun-
gerðir og eldgos, ýmsar frásagn-
ir, þjóðtrú og sjóðsagnir tengd-
ar þessum öræfum, ferðasögur
og margt fleira.
Hér er um að ræða eitt af
öndvegisritum íslenzkra bók-
mennta og hefur höfundur-
inn unnað að því svo árum
skiftir.
Bókin um Ódáðahraun er mjög
vönduð að öllum ytri frágangi,
prentuð á bezta fáanlegan papp-
ír og bundin í fagurt band.
NORÐRI