Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 16

Útvarpstíðindi - 10.12.1945, Qupperneq 16
352 ÚTVARPSTIÐINDI Stök itr S)temclc oró STIiINDóR SIGURÐSSON skáld sendi Útvarpstíðindum nokkraí stökur 1 vísna- samkeppnina í sumar, en þær komu of seint til þess að koma til greina í sam- keppninni, því miður. Alls voru stök- urnar átta og fara sjö þeirra hér á eftir: 1. Þetta sé þilt leiðarljóð lífs á vegferðinni: Gulli er betra að geyma í sjóð glaðra stunda minni- 2. Misvindur og kyljuköst, koldimm stundarhryðja. Eg hefi lent í úfnri röst og inn í hana miðja. 3. Ennþá hefi ég ekki „vent“, ætla að láta „slóa“; einhverntíma eg hef rent upp í stærri sjóa. 4. Meðan beygða björkin kól, blöð er sveigði að glugga, grunur eygði í glaðasól glotta feigð í skugga. ». (A söngskemmtiin). 5. Silfurrómi sungið er, sorgarhljómar engir; himinljómi um hugann fer, hjartans óma strengir. 6- Dimmir á ný í döprum rann, dagana burtu hlóann. Hvítum seglum siglir hann suður allann flóann- (Tækifœrisstaka). 7. Eru á flakki sæla og sorg svona eins og gengur. En hér er engin Ingi-Rjörg og ekkert gaman lengur. Á næstunni koma út: A HREINDÝRASLÓÐUM hrífandi fögur bók, er seg- ir frá lífi hreindýranna á öræfum ísi'ands, veiðisögum og svaðilförum. — Fjöldi mynda v— og margar þeirra litprentaÖar prýða bókina. Hafa flestar þeirra verið teknar í tveimur leiðangr- um, sem Norðri hefur gert út til hreindýranna upp á hálendi Austurlands. „ÞEYSTU ÞEGAR í NÓTT' nefnist sænsk skáldsaga í þýðingu Konráðs Vilhjálms- sonar, sem mun vekja at- hygli og verða mikið um- töluð. — Bókin verður í sama broti og „Glitra dagg- ir — grær fo!d“ og prýdd mörgum fallegum myndum. NORÐRI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.